Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. febrúar 2019 19:00
Magnús Már Einarsson
Sir Elton John bendir Watford á leikmenn til að kaupa
Mikill fótboltaáhugamaður.
Mikill fótboltaáhugamaður.
Mynd: Getty Images
Tónlistarmaðurinn Sir Elton John er duglegur við að koma ábendingar til Watford um nýja leikmenn sem gætu styrkt leikmannahópinn.

Elton John var á sínum tíma eigandi og formaður Watford en hann er í dag heiðursformaður hjá félaginu. Hinn 71 árs gamli John er í góðu sambandi við Scott Duxbury formann Watford.

„Hann er alltaf í sambandi og hefur skoðanir á liðstuppstillingu og hvaða leikmenn við eigum að kaupa," sagði Duxbury.

„Hann horfir á allt og hefur mikla vitneskju hvað varðar leikmenn. Hann hefur mikil ástríðu fyrir félaginu. Ég heyri í honum daglega á einn eða annan hátt."

„Hann mælir með leikmönnum sem ég hef ekki heyrt af. Ég læt njósnadeildina vita og fæ svarið: 'Já, mjög góður leikmaður. Við skoðum hann.' Hann hefur ótrúlega vitneskju á leikmönnum í neðri deildunum."

Athugasemdir
banner
banner