Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 07. júní 2019 23:52
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Messi með tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Það hafa þónokkrir æfingalandsleikir verið spilaðir síðustu daga og hér fyrir neðan má sjá helstu úrslit.

Richarlison og Gabriel Jesus afgreiddu Katar í 2-0 sigri og Mexíkó lagði Venesúela að velli, 3-1.

Lionel Messi spilaði fyrri hálfleikinn og skoraði tvö gegn Níkaragva. Lautaro Martinez kom inn í hálfleik og gerði tvennu í 5-1 sigri. Luis Suarez og Maxi Gomez skoruðu einnig í 3-0 sigri Úrúgvæ gegn Panama.

Son Heung-min spilaði allan leikinn er Suður-Kórea lagði Ástralíu að velli og þá var Fareed Sadat, framherji Hauka, í byrjunarliði Afganistan gegn Tadsíkistan.

Wilfried Bony skoraði tvö fyrir Fílabeinsströndina og þá valtaði Slóvakía yfir Jórdaníu eftir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik.

Brasilía 2 - 0 Katar
1-0 Richarlison ('16)
2-0 Gabriel Jesus ('24)

Argentína 5 - 1 Níkaragva
1-0 Lionel Messi ('37)
2-0 Lionel Messi ('38)
3-0 Lautaro Martinez ('63)
4-0 Lautaro Martinez ('73)
5-0 Roberto Pereyra ('81)
5-1 J. Barrera ('91, víti)

Mexíkó 3 - 1 Venesúela
0-1 Jhon Murillo ('18)
1-1 Roberto Alvarado ('32)
2-1 Rodolfo Pizarro ('54)
3-1 Andres Guardado ('76)

Úrúgvæ 3 - 0 Panama
1-0 Maxi Gomez ('19)
2-0 Luis Suarez ('69)
3-0 Federico Valverde ('79)

Suður-Kórea 1 - 0 Ástralía
1-0 Hwang Eui-Jo ('76)

Kína 2 - 0 Filippseyjar
1-0 Wu Xi ('14)
2-0 Zhang Xizhe ('54)
Rautt spjald: D. Sato, Filippseyjar ('69)

Tadsíkistan 1 - 1 Afganistan
0-1 O. Haidari ('72)
1-1 S. Shahrom ('88)

Fílabeinsströndin 3 - 1 Kómoreyjar
1-0 Wilfried Bony ('40)
2-0 Wilfried Bony ('59)
3-0 K. Abdallah ('90, sjálfsmark)
3-1 Y. M'Changama ('94, víti)

Slóvakía 5 - 1 Jórdanía

Síle 2 - 1 Haítí

Perú 1 - 0 Kosta Ríka

Túnis 2 - 0 Írak

Úsbekístan 4 - 0 Norður-Kórea
Athugasemdir
banner
banner