Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 05. maí 2024 19:28
Daníel Smári Magnússon
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Hefur fulla trú á Smit
Gregg var stoltur af sínu liði í dag og varði Guy Smit.
Gregg var stoltur af sínu liði í dag og varði Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Við erum auðvitað vonsviknir og okkur líður eins og við ættum að fara héðan með sigur í farteskinu. Þannig líður okkur,'' sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld. 

Leikurinn var viðburðarríkur í meira lagi, en stærsta atvik leiksins er þegar að Guy Smit, markvörður KR, fær rautt spjald fyrir tafir á 75. mínútu og gestirnir því manni færri í stöðunni 0-1 fyrir KR.

„Eins og staða leiksins er í lokin, þá verðurðu að taka stiginu í þeim aðstæðum. Ég er ótrúlega ánægður með viðbrögð strákanna þessar síðustu 20 mínútur - viðhorfið, varnarvinnuna inni í teig, koma sér fyrir skot og Spalli (Sigurpáll) kom inn og gerði mjög vel.''


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Eins og fram hefur komið margoft að þá fékk Guy Smit reisupassann fyrir tafir á 75. mínútu. Hvernig leit rauða spjaldið við Gregg?

„Fyrra spjaldið... ég veit það ekki. Ég þyrfti að sjá það aftur. Ég hef verið mjög varkár í umræðunni varðandi dómara og varðandi seinna spjaldið - við erum búnir að horfa aftur á það og þetta eru 8 sekúndur sem að Smit hefur tekið sér í að taka spyrnuna og þangað til að hann fær gula spjaldið. Ég hef aldrei á öllum mínum þjálfaraferli, eða sem knattspyrnuáhugamaður, séð markmann fá gult spjald fyrir að taka sér 8 sekúndur í að taka markspyrnu. Sérstaklega þegar að lið er 1-0 yfir og korter eftir,'' sagði Gregg.

Hann hélt svo áfram:

„Ef þetta hefðu verið 15, 16, 17 sekúndur, þá segi ég ekki orð. En að reka leikmann útaf eftir 8 sekúndur er einn skrítnasti hlutur sem að ég hef nokkurntímann séð.''

Guy Smit hefur hirt allar neikvæðar fyrirsagnir í síðustu tveimur leikjum og Gregg svaraði spurningum fréttamanns varðandi stöðu hans hjá KR.

„Hann er okkar leikmaður og ég mun alltaf verja okkar leikmenn. Ég veit ekki hvað hefur verið ritað í fjölmiðlum, en ég veit að þegar við reyndum að fá hann að tölfræðilega er hann einn besti markmaður á Íslandi. Hann er ekki með mikið sjálfstraust í augnablikinu og líður kannski ekki vel með sjálfan sig, en það er okkar hlutverk að standa saman. Við höfum fulla trú á honum og ákvörðun dómarans í dag var ekki góð.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner