Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   sun 05. maí 2024 19:28
Daníel Smári Magnússon
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Hefur fulla trú á Smit
Gregg var stoltur af sínu liði í dag og varði Guy Smit.
Gregg var stoltur af sínu liði í dag og varði Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Við erum auðvitað vonsviknir og okkur líður eins og við ættum að fara héðan með sigur í farteskinu. Þannig líður okkur,'' sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld. 

Leikurinn var viðburðarríkur í meira lagi, en stærsta atvik leiksins er þegar að Guy Smit, markvörður KR, fær rautt spjald fyrir tafir á 75. mínútu og gestirnir því manni færri í stöðunni 0-1 fyrir KR.

„Eins og staða leiksins er í lokin, þá verðurðu að taka stiginu í þeim aðstæðum. Ég er ótrúlega ánægður með viðbrögð strákanna þessar síðustu 20 mínútur - viðhorfið, varnarvinnuna inni í teig, koma sér fyrir skot og Spalli (Sigurpáll) kom inn og gerði mjög vel.''


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Eins og fram hefur komið margoft að þá fékk Guy Smit reisupassann fyrir tafir á 75. mínútu. Hvernig leit rauða spjaldið við Gregg?

„Fyrra spjaldið... ég veit það ekki. Ég þyrfti að sjá það aftur. Ég hef verið mjög varkár í umræðunni varðandi dómara og varðandi seinna spjaldið - við erum búnir að horfa aftur á það og þetta eru 8 sekúndur sem að Smit hefur tekið sér í að taka spyrnuna og þangað til að hann fær gula spjaldið. Ég hef aldrei á öllum mínum þjálfaraferli, eða sem knattspyrnuáhugamaður, séð markmann fá gult spjald fyrir að taka sér 8 sekúndur í að taka markspyrnu. Sérstaklega þegar að lið er 1-0 yfir og korter eftir,'' sagði Gregg.

Hann hélt svo áfram:

„Ef þetta hefðu verið 15, 16, 17 sekúndur, þá segi ég ekki orð. En að reka leikmann útaf eftir 8 sekúndur er einn skrítnasti hlutur sem að ég hef nokkurntímann séð.''

Guy Smit hefur hirt allar neikvæðar fyrirsagnir í síðustu tveimur leikjum og Gregg svaraði spurningum fréttamanns varðandi stöðu hans hjá KR.

„Hann er okkar leikmaður og ég mun alltaf verja okkar leikmenn. Ég veit ekki hvað hefur verið ritað í fjölmiðlum, en ég veit að þegar við reyndum að fá hann að tölfræðilega er hann einn besti markmaður á Íslandi. Hann er ekki með mikið sjálfstraust í augnablikinu og líður kannski ekki vel með sjálfan sig, en það er okkar hlutverk að standa saman. Við höfum fulla trú á honum og ákvörðun dómarans í dag var ekki góð.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner