Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 05. maí 2024 19:28
Daníel Smári Magnússon
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Hefur fulla trú á Smit
Gregg var stoltur af sínu liði í dag og varði Guy Smit.
Gregg var stoltur af sínu liði í dag og varði Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Við erum auðvitað vonsviknir og okkur líður eins og við ættum að fara héðan með sigur í farteskinu. Þannig líður okkur,'' sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld. 

Leikurinn var viðburðarríkur í meira lagi, en stærsta atvik leiksins er þegar að Guy Smit, markvörður KR, fær rautt spjald fyrir tafir á 75. mínútu og gestirnir því manni færri í stöðunni 0-1 fyrir KR.

„Eins og staða leiksins er í lokin, þá verðurðu að taka stiginu í þeim aðstæðum. Ég er ótrúlega ánægður með viðbrögð strákanna þessar síðustu 20 mínútur - viðhorfið, varnarvinnuna inni í teig, koma sér fyrir skot og Spalli (Sigurpáll) kom inn og gerði mjög vel.''


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Eins og fram hefur komið margoft að þá fékk Guy Smit reisupassann fyrir tafir á 75. mínútu. Hvernig leit rauða spjaldið við Gregg?

„Fyrra spjaldið... ég veit það ekki. Ég þyrfti að sjá það aftur. Ég hef verið mjög varkár í umræðunni varðandi dómara og varðandi seinna spjaldið - við erum búnir að horfa aftur á það og þetta eru 8 sekúndur sem að Smit hefur tekið sér í að taka spyrnuna og þangað til að hann fær gula spjaldið. Ég hef aldrei á öllum mínum þjálfaraferli, eða sem knattspyrnuáhugamaður, séð markmann fá gult spjald fyrir að taka sér 8 sekúndur í að taka markspyrnu. Sérstaklega þegar að lið er 1-0 yfir og korter eftir,'' sagði Gregg.

Hann hélt svo áfram:

„Ef þetta hefðu verið 15, 16, 17 sekúndur, þá segi ég ekki orð. En að reka leikmann útaf eftir 8 sekúndur er einn skrítnasti hlutur sem að ég hef nokkurntímann séð.''

Guy Smit hefur hirt allar neikvæðar fyrirsagnir í síðustu tveimur leikjum og Gregg svaraði spurningum fréttamanns varðandi stöðu hans hjá KR.

„Hann er okkar leikmaður og ég mun alltaf verja okkar leikmenn. Ég veit ekki hvað hefur verið ritað í fjölmiðlum, en ég veit að þegar við reyndum að fá hann að tölfræðilega er hann einn besti markmaður á Íslandi. Hann er ekki með mikið sjálfstraust í augnablikinu og líður kannski ekki vel með sjálfan sig, en það er okkar hlutverk að standa saman. Við höfum fulla trú á honum og ákvörðun dómarans í dag var ekki góð.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner