Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   sun 05. maí 2024 19:28
Daníel Smári Magnússon
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Hefur fulla trú á Smit
Gregg var stoltur af sínu liði í dag og varði Guy Smit.
Gregg var stoltur af sínu liði í dag og varði Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Við erum auðvitað vonsviknir og okkur líður eins og við ættum að fara héðan með sigur í farteskinu. Þannig líður okkur,'' sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld. 

Leikurinn var viðburðarríkur í meira lagi, en stærsta atvik leiksins er þegar að Guy Smit, markvörður KR, fær rautt spjald fyrir tafir á 75. mínútu og gestirnir því manni færri í stöðunni 0-1 fyrir KR.

„Eins og staða leiksins er í lokin, þá verðurðu að taka stiginu í þeim aðstæðum. Ég er ótrúlega ánægður með viðbrögð strákanna þessar síðustu 20 mínútur - viðhorfið, varnarvinnuna inni í teig, koma sér fyrir skot og Spalli (Sigurpáll) kom inn og gerði mjög vel.''


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Eins og fram hefur komið margoft að þá fékk Guy Smit reisupassann fyrir tafir á 75. mínútu. Hvernig leit rauða spjaldið við Gregg?

„Fyrra spjaldið... ég veit það ekki. Ég þyrfti að sjá það aftur. Ég hef verið mjög varkár í umræðunni varðandi dómara og varðandi seinna spjaldið - við erum búnir að horfa aftur á það og þetta eru 8 sekúndur sem að Smit hefur tekið sér í að taka spyrnuna og þangað til að hann fær gula spjaldið. Ég hef aldrei á öllum mínum þjálfaraferli, eða sem knattspyrnuáhugamaður, séð markmann fá gult spjald fyrir að taka sér 8 sekúndur í að taka markspyrnu. Sérstaklega þegar að lið er 1-0 yfir og korter eftir,'' sagði Gregg.

Hann hélt svo áfram:

„Ef þetta hefðu verið 15, 16, 17 sekúndur, þá segi ég ekki orð. En að reka leikmann útaf eftir 8 sekúndur er einn skrítnasti hlutur sem að ég hef nokkurntímann séð.''

Guy Smit hefur hirt allar neikvæðar fyrirsagnir í síðustu tveimur leikjum og Gregg svaraði spurningum fréttamanns varðandi stöðu hans hjá KR.

„Hann er okkar leikmaður og ég mun alltaf verja okkar leikmenn. Ég veit ekki hvað hefur verið ritað í fjölmiðlum, en ég veit að þegar við reyndum að fá hann að tölfræðilega er hann einn besti markmaður á Íslandi. Hann er ekki með mikið sjálfstraust í augnablikinu og líður kannski ekki vel með sjálfan sig, en það er okkar hlutverk að standa saman. Við höfum fulla trú á honum og ákvörðun dómarans í dag var ekki góð.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner