Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   sun 05. maí 2024 19:28
Daníel Smári Magnússon
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Hefur fulla trú á Smit
Gregg var stoltur af sínu liði í dag og varði Guy Smit.
Gregg var stoltur af sínu liði í dag og varði Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Við erum auðvitað vonsviknir og okkur líður eins og við ættum að fara héðan með sigur í farteskinu. Þannig líður okkur,'' sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld. 

Leikurinn var viðburðarríkur í meira lagi, en stærsta atvik leiksins er þegar að Guy Smit, markvörður KR, fær rautt spjald fyrir tafir á 75. mínútu og gestirnir því manni færri í stöðunni 0-1 fyrir KR.

„Eins og staða leiksins er í lokin, þá verðurðu að taka stiginu í þeim aðstæðum. Ég er ótrúlega ánægður með viðbrögð strákanna þessar síðustu 20 mínútur - viðhorfið, varnarvinnuna inni í teig, koma sér fyrir skot og Spalli (Sigurpáll) kom inn og gerði mjög vel.''


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Eins og fram hefur komið margoft að þá fékk Guy Smit reisupassann fyrir tafir á 75. mínútu. Hvernig leit rauða spjaldið við Gregg?

„Fyrra spjaldið... ég veit það ekki. Ég þyrfti að sjá það aftur. Ég hef verið mjög varkár í umræðunni varðandi dómara og varðandi seinna spjaldið - við erum búnir að horfa aftur á það og þetta eru 8 sekúndur sem að Smit hefur tekið sér í að taka spyrnuna og þangað til að hann fær gula spjaldið. Ég hef aldrei á öllum mínum þjálfaraferli, eða sem knattspyrnuáhugamaður, séð markmann fá gult spjald fyrir að taka sér 8 sekúndur í að taka markspyrnu. Sérstaklega þegar að lið er 1-0 yfir og korter eftir,'' sagði Gregg.

Hann hélt svo áfram:

„Ef þetta hefðu verið 15, 16, 17 sekúndur, þá segi ég ekki orð. En að reka leikmann útaf eftir 8 sekúndur er einn skrítnasti hlutur sem að ég hef nokkurntímann séð.''

Guy Smit hefur hirt allar neikvæðar fyrirsagnir í síðustu tveimur leikjum og Gregg svaraði spurningum fréttamanns varðandi stöðu hans hjá KR.

„Hann er okkar leikmaður og ég mun alltaf verja okkar leikmenn. Ég veit ekki hvað hefur verið ritað í fjölmiðlum, en ég veit að þegar við reyndum að fá hann að tölfræðilega er hann einn besti markmaður á Íslandi. Hann er ekki með mikið sjálfstraust í augnablikinu og líður kannski ekki vel með sjálfan sig, en það er okkar hlutverk að standa saman. Við höfum fulla trú á honum og ákvörðun dómarans í dag var ekki góð.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner