Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   sun 05. maí 2024 19:51
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Hallgrímur var svekktur að ná ekki öllum stigunum, en ánægður með karakterinn.
Hallgrímur var svekktur að ná ekki öllum stigunum, en ánægður með karakterinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara ánægður með að við komum til baka, eftir mjög erfiða byrjun. Byrjum leikinn illa og þeir skora einfalt mark og fá svo víti, sem að Stubbur (Steinþór Már) gerði vel í að verja. Svo svona í lokin, þá leið manni eins og að annaðhvort myndum við vinna eða þetta færi jafntefli og því miður fór jafntefli, en 1-1 niðurstaðan og við tökum það,'' sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Bestu-deild karla í kvöld. 


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Dómgæsla leiksins hefur verið mikið til tals, en Hallgrímur vildi ekki gagnrýna hana of mikið.

„Mér fannst hún bara fín. Hefði viljað að hann hefði verið aðeins þolinmóðari þegar að Ásgeir er tekinn niður af því að markmaðurinn er kominn úr markinu og Ásgeir stendur strax upp - það er enginn í markinu. Á eftir að sjá í sjónvarpinu hvort að við hefðum getað skorað í tómt mark eða ekki. En svo eru bara atriði fram og til baka. Þeir lenda manni færri og fara að tefja rosa mikið, bara eins og menn gera. Ég held hann hafi bara staðið sig vel, dómarinn.''

Hallgrímur Mar Steingrímsson var í leikmannahópi KA í dag og kom inná í hálfleik. Það var annar bragur á liði KA eftir að hann kom inná og Hallgrímur var að vonum ánægður með að sjá endurkomu lykilmannsins.

„Hann er frábær leikmaður og mér fannst hann koma bara vel inn. Ég var nú ekki viss um að ég myndi geta haft hann inná allan hálfleikinn, en ég vildi bara fá hann inn. Svo entist hann bara allan leikinn.''

Leikmaður sem að var ekki í leikmannahópi KA er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson. Hver var skýringin á því?

„Hann var ekki í hóp, eins og fleiri. Grímsi kemur inn og Kári kemur inn. Viðar kemur ekki í besta standi í heimi, við vitum það og hann er búinn að spila aðeins. Hann er bara að vinna í sínum málum og við vitum öll að þegar hann kemst í gott stand, að þá er hann frábær leikmaður. Ef hann æfir vel og stendur sig vel í vikunni að þá er aldrei að vita nema að hann verði í hóp næst,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner