Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   sun 05. maí 2024 19:51
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Hallgrímur var svekktur að ná ekki öllum stigunum, en ánægður með karakterinn.
Hallgrímur var svekktur að ná ekki öllum stigunum, en ánægður með karakterinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara ánægður með að við komum til baka, eftir mjög erfiða byrjun. Byrjum leikinn illa og þeir skora einfalt mark og fá svo víti, sem að Stubbur (Steinþór Már) gerði vel í að verja. Svo svona í lokin, þá leið manni eins og að annaðhvort myndum við vinna eða þetta færi jafntefli og því miður fór jafntefli, en 1-1 niðurstaðan og við tökum það,'' sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Bestu-deild karla í kvöld. 


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Dómgæsla leiksins hefur verið mikið til tals, en Hallgrímur vildi ekki gagnrýna hana of mikið.

„Mér fannst hún bara fín. Hefði viljað að hann hefði verið aðeins þolinmóðari þegar að Ásgeir er tekinn niður af því að markmaðurinn er kominn úr markinu og Ásgeir stendur strax upp - það er enginn í markinu. Á eftir að sjá í sjónvarpinu hvort að við hefðum getað skorað í tómt mark eða ekki. En svo eru bara atriði fram og til baka. Þeir lenda manni færri og fara að tefja rosa mikið, bara eins og menn gera. Ég held hann hafi bara staðið sig vel, dómarinn.''

Hallgrímur Mar Steingrímsson var í leikmannahópi KA í dag og kom inná í hálfleik. Það var annar bragur á liði KA eftir að hann kom inná og Hallgrímur var að vonum ánægður með að sjá endurkomu lykilmannsins.

„Hann er frábær leikmaður og mér fannst hann koma bara vel inn. Ég var nú ekki viss um að ég myndi geta haft hann inná allan hálfleikinn, en ég vildi bara fá hann inn. Svo entist hann bara allan leikinn.''

Leikmaður sem að var ekki í leikmannahópi KA er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson. Hver var skýringin á því?

„Hann var ekki í hóp, eins og fleiri. Grímsi kemur inn og Kári kemur inn. Viðar kemur ekki í besta standi í heimi, við vitum það og hann er búinn að spila aðeins. Hann er bara að vinna í sínum málum og við vitum öll að þegar hann kemst í gott stand, að þá er hann frábær leikmaður. Ef hann æfir vel og stendur sig vel í vikunni að þá er aldrei að vita nema að hann verði í hóp næst,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner