Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
   sun 05. maí 2024 19:51
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Hallgrímur var svekktur að ná ekki öllum stigunum, en ánægður með karakterinn.
Hallgrímur var svekktur að ná ekki öllum stigunum, en ánægður með karakterinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara ánægður með að við komum til baka, eftir mjög erfiða byrjun. Byrjum leikinn illa og þeir skora einfalt mark og fá svo víti, sem að Stubbur (Steinþór Már) gerði vel í að verja. Svo svona í lokin, þá leið manni eins og að annaðhvort myndum við vinna eða þetta færi jafntefli og því miður fór jafntefli, en 1-1 niðurstaðan og við tökum það,'' sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Bestu-deild karla í kvöld. 


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Dómgæsla leiksins hefur verið mikið til tals, en Hallgrímur vildi ekki gagnrýna hana of mikið.

„Mér fannst hún bara fín. Hefði viljað að hann hefði verið aðeins þolinmóðari þegar að Ásgeir er tekinn niður af því að markmaðurinn er kominn úr markinu og Ásgeir stendur strax upp - það er enginn í markinu. Á eftir að sjá í sjónvarpinu hvort að við hefðum getað skorað í tómt mark eða ekki. En svo eru bara atriði fram og til baka. Þeir lenda manni færri og fara að tefja rosa mikið, bara eins og menn gera. Ég held hann hafi bara staðið sig vel, dómarinn.''

Hallgrímur Mar Steingrímsson var í leikmannahópi KA í dag og kom inná í hálfleik. Það var annar bragur á liði KA eftir að hann kom inná og Hallgrímur var að vonum ánægður með að sjá endurkomu lykilmannsins.

„Hann er frábær leikmaður og mér fannst hann koma bara vel inn. Ég var nú ekki viss um að ég myndi geta haft hann inná allan hálfleikinn, en ég vildi bara fá hann inn. Svo entist hann bara allan leikinn.''

Leikmaður sem að var ekki í leikmannahópi KA er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson. Hver var skýringin á því?

„Hann var ekki í hóp, eins og fleiri. Grímsi kemur inn og Kári kemur inn. Viðar kemur ekki í besta standi í heimi, við vitum það og hann er búinn að spila aðeins. Hann er bara að vinna í sínum málum og við vitum öll að þegar hann kemst í gott stand, að þá er hann frábær leikmaður. Ef hann æfir vel og stendur sig vel í vikunni að þá er aldrei að vita nema að hann verði í hóp næst,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner