Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 05. maí 2024 19:51
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Hallgrímur var svekktur að ná ekki öllum stigunum, en ánægður með karakterinn.
Hallgrímur var svekktur að ná ekki öllum stigunum, en ánægður með karakterinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara ánægður með að við komum til baka, eftir mjög erfiða byrjun. Byrjum leikinn illa og þeir skora einfalt mark og fá svo víti, sem að Stubbur (Steinþór Már) gerði vel í að verja. Svo svona í lokin, þá leið manni eins og að annaðhvort myndum við vinna eða þetta færi jafntefli og því miður fór jafntefli, en 1-1 niðurstaðan og við tökum það,'' sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Bestu-deild karla í kvöld. 


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Dómgæsla leiksins hefur verið mikið til tals, en Hallgrímur vildi ekki gagnrýna hana of mikið.

„Mér fannst hún bara fín. Hefði viljað að hann hefði verið aðeins þolinmóðari þegar að Ásgeir er tekinn niður af því að markmaðurinn er kominn úr markinu og Ásgeir stendur strax upp - það er enginn í markinu. Á eftir að sjá í sjónvarpinu hvort að við hefðum getað skorað í tómt mark eða ekki. En svo eru bara atriði fram og til baka. Þeir lenda manni færri og fara að tefja rosa mikið, bara eins og menn gera. Ég held hann hafi bara staðið sig vel, dómarinn.''

Hallgrímur Mar Steingrímsson var í leikmannahópi KA í dag og kom inná í hálfleik. Það var annar bragur á liði KA eftir að hann kom inná og Hallgrímur var að vonum ánægður með að sjá endurkomu lykilmannsins.

„Hann er frábær leikmaður og mér fannst hann koma bara vel inn. Ég var nú ekki viss um að ég myndi geta haft hann inná allan hálfleikinn, en ég vildi bara fá hann inn. Svo entist hann bara allan leikinn.''

Leikmaður sem að var ekki í leikmannahópi KA er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson. Hver var skýringin á því?

„Hann var ekki í hóp, eins og fleiri. Grímsi kemur inn og Kári kemur inn. Viðar kemur ekki í besta standi í heimi, við vitum það og hann er búinn að spila aðeins. Hann er bara að vinna í sínum málum og við vitum öll að þegar hann kemst í gott stand, að þá er hann frábær leikmaður. Ef hann æfir vel og stendur sig vel í vikunni að þá er aldrei að vita nema að hann verði í hóp næst,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner