Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   sun 05. maí 2024 19:53
Haraldur Örn Haraldsson
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Baldvin Nökkvason leikmaður Stjörnunnar átti stórleik í dag þegar liðið hans vann 4-1 gegn ÍA. Hann skoraði 1 mark og lagði upp 2 önnur.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 ÍA

„Frábær sigur, gott að fá 3 stig í pokan, og mjög góð frammistaða myndi ég segja."

Stjarnan hafði aðeins skorað 3 mörk í fyrstu fjóru leikjum tímabilsins en þeir meira en tvöfölduðu það í dag. Liðið hefur fengið töluverða gagnrýni en þessi leikur gæti verið allavega byrjunin á að svara þeim röddum.

„Þetta er bara sokkur í munnin á þeim eða eitthvað, nei ég er að grínast." Segir Guðmundur og hlær. „Við vorum bara að gera okkar og héldum áfram. Við erum búnir að vera reyna að gera það alla leikina, en það bara gekk vel í dag. Við hlustum ekki á svona og höldum okkar striki."

Guðmundur er á láni frá sænska úrvalsdeildarliðinu Mjällby. Hann hefur byrjað tímabilið mjög vel en segist vera einbeittur að Stjörnunni eins og er og hugsar ekki mikið um hvað gerist næst.

„Plönin mín er bara að ná góðum frammistöðum hér, spila hér og leggja mitt að mörkum fyrir liðið fyrst og fremst. Svo kemur annað bara í ljós hver framtíðin mín verður. En bara að ná góðri frammistöðu hér og að liðið standi sig vel það er númer eitt, tvö og þrú."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner