Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 05. maí 2024 19:53
Haraldur Örn Haraldsson
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Baldvin Nökkvason leikmaður Stjörnunnar átti stórleik í dag þegar liðið hans vann 4-1 gegn ÍA. Hann skoraði 1 mark og lagði upp 2 önnur.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 ÍA

„Frábær sigur, gott að fá 3 stig í pokan, og mjög góð frammistaða myndi ég segja."

Stjarnan hafði aðeins skorað 3 mörk í fyrstu fjóru leikjum tímabilsins en þeir meira en tvöfölduðu það í dag. Liðið hefur fengið töluverða gagnrýni en þessi leikur gæti verið allavega byrjunin á að svara þeim röddum.

„Þetta er bara sokkur í munnin á þeim eða eitthvað, nei ég er að grínast." Segir Guðmundur og hlær. „Við vorum bara að gera okkar og héldum áfram. Við erum búnir að vera reyna að gera það alla leikina, en það bara gekk vel í dag. Við hlustum ekki á svona og höldum okkar striki."

Guðmundur er á láni frá sænska úrvalsdeildarliðinu Mjällby. Hann hefur byrjað tímabilið mjög vel en segist vera einbeittur að Stjörnunni eins og er og hugsar ekki mikið um hvað gerist næst.

„Plönin mín er bara að ná góðum frammistöðum hér, spila hér og leggja mitt að mörkum fyrir liðið fyrst og fremst. Svo kemur annað bara í ljós hver framtíðin mín verður. En bara að ná góðri frammistöðu hér og að liðið standi sig vel það er númer eitt, tvö og þrú."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner