Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 05. maí 2024 19:53
Haraldur Örn Haraldsson
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Baldvin Nökkvason leikmaður Stjörnunnar átti stórleik í dag þegar liðið hans vann 4-1 gegn ÍA. Hann skoraði 1 mark og lagði upp 2 önnur.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 ÍA

„Frábær sigur, gott að fá 3 stig í pokan, og mjög góð frammistaða myndi ég segja."

Stjarnan hafði aðeins skorað 3 mörk í fyrstu fjóru leikjum tímabilsins en þeir meira en tvöfölduðu það í dag. Liðið hefur fengið töluverða gagnrýni en þessi leikur gæti verið allavega byrjunin á að svara þeim röddum.

„Þetta er bara sokkur í munnin á þeim eða eitthvað, nei ég er að grínast." Segir Guðmundur og hlær. „Við vorum bara að gera okkar og héldum áfram. Við erum búnir að vera reyna að gera það alla leikina, en það bara gekk vel í dag. Við hlustum ekki á svona og höldum okkar striki."

Guðmundur er á láni frá sænska úrvalsdeildarliðinu Mjällby. Hann hefur byrjað tímabilið mjög vel en segist vera einbeittur að Stjörnunni eins og er og hugsar ekki mikið um hvað gerist næst.

„Plönin mín er bara að ná góðum frammistöðum hér, spila hér og leggja mitt að mörkum fyrir liðið fyrst og fremst. Svo kemur annað bara í ljós hver framtíðin mín verður. En bara að ná góðri frammistöðu hér og að liðið standi sig vel það er númer eitt, tvö og þrú."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner