Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Katla hetja Kristianstad - Guðrún á toppnum með fullt hús stiga
Katla skoraði sigurmark Kristianstad
Katla skoraði sigurmark Kristianstad
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hin 19 ára gamla Katla Tryggvadóttir var hetja Kristianstad í 2-1 sigri liðsins á Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Katla og Hlín Eiríksdóttir spiluðu báðar allan leikinn fyrir Kristianstad en Katla gerði sigurmarkið á 63. mínútu leiksins. Annað deildarmark hennar á tímabilinu.

Kristianstad hefur unnið tvo og tapað tveimur af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Katla María Þórðardóttir voru allar í byrjunarliði Örebro sem tapaði fyrir Vittsjö, 1-0.

Tanya Boychuk, fyrrum leikmaður Þróttar, skoraði sigurmark Vittsjö undir lokin. Örebro er án stiga eftir fjóra leiki.

Guðrún Arnardóttir stóð þá vaktina í vörn Rosengård sem vann 6-1 stórsigur á Linköping. Rosengård er með fullt hús stiga og markatöluna 17:2 eftir fjóra leiki.

Ingibjörg Sigurðardóttir var í vörn Duisburg sem tapaði fyrir Werder Bremen, 4-2, í þýsku deildinni. Duisburg féll niður um deild á dögunum en liðið er með aðeins 4 stig á botninum.
Athugasemdir
banner