Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   fös 21. júní 2019 16:19
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Fyrir mér er Kári hafsent
Arnar ásamt Kára og Heimi Gunnlaugssyni formanni við undirskriftina í dag.
Arnar ásamt Kára og Heimi Gunnlaugssyni formanni við undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
„Það er ekki bara hvalreki fyrir okkar félag og leikmenn heldur fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings við Fótbolta.net í dag eftir að Kári Árnason gekk í raðir félagsins.

„Deildin er búin að vera mjög skemmtileg í sumar. Hans nafn mun bæta ofan á það. Þetta tímabil erum við með mikið af ungum og góðum leikmönnum sem eiga möguleika á að komast í atvinnumennsku og það er besta mál að leikmaður eins og Kári með Víkingshjarta skuli koma að hjálpa okkur í þeirri baráttu."

„Leikmenn geta svo sannarlega lært af honum, hvernig hann hagar sér á æfingum og í leikjum. Þetta er alvöru atvinnumaður sem er ennþá í toppstandi svo hann er ekki að koma heim til að deyja. Þetta er gríðarlegur styrkur fyrir okkur."


Kári var frábær í sigurleikjum íslenska landsliðsins gegn Albaníu og Tyrklandi í byrjun mánaðarins en kemur nú heim í Víking. En setur koma hans meiri pressu á Arnar?

„Okkur var spáð falli enda vissu menn ekki hvernig hópurinn yrði samansettur í lokin. Við vorum með góðan hóp en erum með ennþá betri hóp í dag. Við höfum spilað 8 leiki í deildinni og allir hafa verði hörkuleikir."

Kári er miðvörður en spilaði snemma á ferlinum sem miðjumaður einnig. Fyrir er hjá félaginu Sölvi Geir Ottesen sem spilaði með honum í upphafi ferilsins og einn leik með landsliðinu.

„Fyrir mér er Kári hafsent. Ég er ekki hrifinn af því að búa til aðra stöðu fyrir leikmenn sem eru bestir á landinu í sinni stöðu til að hliðra til. Ég hef ekki skilið þá pælingu. Hann er hafsent fyrir mér hvort sem það væri í tveggja eða þriggja hafsenta vörn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner