Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Lægri kostnaður við Laugardalsvöll fyrst leikurinn var ekki
KSÍ óskar eftir hjálp frá Reykjavíkurborg
Frá undirbúningi fyrir leikinn sem var ekki spilaður.
Frá undirbúningi fyrir leikinn sem var ekki spilaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur óskað eftir hjálp frá Reykjavíkurborg vegna kostnaðar við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leikinn gegn Rúmeníu í umspili fyrir EM.

Leikurinn átti að fara fram 26. mars en vegna kórónuveirunnar var honum frestað.

Vinna hafði staðið yfir í allan vetur við að hafa völlinn leikfæran og kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 64 milljónir króna. Þar sem leiknum var frestað rúmlega viku áður en hann átti að fara fram þá lækkaði kostnaðurinn um einhverjar milljónir að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ.

„Hlutirnir breyttust og það verður breyting á kostnaðaráætluninni. Kostnaðurinn verður lægri og það er bót í máli. Það munar þónokkrum milljónum en það er ekki komin lokaniðurstaða í það," sagði Guðni.

Til að minnka fjárhagslegt tap vegna leiksins sem fór aldrei fram þá hefur KSÍ óskað eftir að Reykjavíkurborg og ríkisstjórn Íslands taki þátt í kostnaði sem myndaðist við að hafa völlinn leikfæran.

Leiknum gegn Rúmenum var á dögunum frestað til 4. júní en UEFA er með fund í dag þar sem mögulegt er að að tilkynnt verði að leiknum verði frestað fram á haust.
Athugasemdir
banner
banner