Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 01. apríl 2021 18:49
Victor Pálsson
Meistaradeild kvenna: Bayern áfram í undanúrslitin
Kvenaboltinn
Karólína kom við sögu.
Karólína kom við sögu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayern Munchen er búið að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar kvenna eftir leik við Rosengard frá Svíþjóð í kvöld.

Tveir íslenskir leikmenn komu við sögu en Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði í hjarta varnarinnar hjá Rosengard.

Bayern var í afar góðri stöðu fyrir þennan seinni leik en liðið vann fyrri vðureignina sannfærandi 3-0.

Þær þýsku skoruðu eina mark leiksins í dag en það gerði Lea Schuller eftir 22 mínútur í fyrri hálfleik.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilar með Bayern en hún kom við sögu á 57. mínútu í seinni hálfleik.

Bayern mun spila við Chelsea í undanúrslitum keppninnar um að komast í úrslitin sjálf.
Athugasemdir
banner