Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 01. maí 2021 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Milan í öðru en eiga ekki lengur möguleika á titlinum
Theo fyrir miðju og Calhanoglu til hægri á þessari mynd.
Theo fyrir miðju og Calhanoglu til hægri á þessari mynd.
Mynd: Getty Images
Milan 2 - 0 Benevento
1-0 Hakan Calhanoglu ('6 )
2-0 Theo Hernandez ('60 )

AC Milan hafði betur gegn Benevento í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Hinn tyrkneski Hakan Calhanoglu kom Milan yfir eftir sex mínútna leik. Milan var sterkari aðilinn í leiknum en staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Eftir klukkutíma leik skoraði sóknarþenkjandi bakvörðurinn Theo Hernandez og kom Milan í 2-0. Milan átti 11 marktilraunir á rammann í þessum leik og tvær þeirra rötuðu inn í markið.

Lokatölur 2-0 fyrir Milan sem er í öðru sæti, 13 stigum á eftir toppliði Inter. Milan á ekki lengur möguleika á því að vinna deildina. Benevento er í 18. sæti, með jafnmörg stig og liðin í 16. og 17. sæti; Cagliari og Torino.

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Inter með níu og hálfan fingur á bikarnum
Ítalía: Botnbaráttan harðnar
Athugasemdir
banner
banner
banner