Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 01. maí 2021 09:15
Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max eða Bebsi Wax?
Fánaborgin á Hlíðarenda í gær.
Fánaborgin á Hlíðarenda í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deildin hófst í gær með opnunarleik Vals og ÍA sem lauk með 2 - 0 heimasigri Íslandsmeistarar Vals.

Vallarstarfsmenn á Origo-velli Valsmanna virðast hafa verið eitthvað annars hugar í undirbúningi fyrir leikinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í fánaborg fyrir aftan annað markið voru tveir fánar Pepsi Max-deildarinnar. Annar fáninn var á hvolfi og á honum virðist standa bebsi WAX.

Mótið heldur áfram í dag þegar þrír leikir fara fram.

Pepsi Max-deild karla
17:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 Stjarnan-Leiknir R. (Samsungvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
Athugasemdir