Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   fös 01. júlí 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Mike Dean verður í VAR dómgæslu
Mynd: EPA
Þó dómarinn líflegi Mike Dean sé búinn að leggja flautuna á hilluna þá er hann ekki hættur í dómgæslu.

Dean hefur skrifað undir samning um að vera sérhæfður VAR dómari á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Dean er 54 ára og var með flautuna í síðasta sinn þegar Chelsea lék gegn Watford í maí.

Hann mun nú starfa í Stockley Park sem VAR dómari en hann hefur oft starfað sem slíkur á þeim þremur árum sem eru liðin síðan tæknin var tekin upp í enska boltanum.
Athugasemdir