Troy Deeney hjá BBC hefur valið lið 3. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en fimm fulltrúar koma frá Liverpool eftir 3-0 sigur liðsins á Manchester United á Old Trafford. Aðeins Liverpool og Manchester City eru með fullt hús eftir þrjár umferðir.
Markvörður: Alisson Becker (Liverpool) - Eini markvörðurinn sem hélt hreinu og varði þau fáu færi sem United fékk.
Miðjumaður: Jean Ricner Bellegarde (Wolves) - Skoraði stórglæsilegt mark í jafnteflinu gegn Forest og frammistaðan afar góð.
Miðjumaður: Eberechi Eze (Crystal Palace) - Hann fær 'tíuna' í liðinu. Magnaður gegn Chelsea og skoraði gott mark.
Athugasemdir