Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 01. október 2020 11:23
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry á förum frá Vejle? - KR sagt hafa áhuga
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur verið utan hóps hjá danska félaginu Vejle síðustu tvo leiki.

Eftir að hafa byrjað á bekknum í fyrstu umferð sagðist Kjartan vera hissa og svekktur.

„Ég var mjög hissa (að byrja á bekknum). Eigandi okkar keypti nýja leikmenn til liðsins og það þarf að leyfa þeim að sýna sig. Svo þarf ég að sýna að ég hef þetta ennþá. En þetta snýst ekki um mig, Trúi ég á sjálfan mig? Já, ég hef alltaf gert það. Ég er orðinn eldri en ég er ennþá í formi og til í slaginn. Ég var markahæsti leikmaðurinn í fyrra og ég á skilið meiri trú á mér," sagði Kjartan.

Danskir fjölmiðlar gerðu nokkuð mikið úr ummælunum og segir sagan að æðstu menn Vejle hafi ekki verið sáttir.

Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá ViaPlay, segir að Kjartan Henry, sem er 34 ára, gæti yfirgefið Vejle ef staðan breytist ekki. Sagt er að KR hafi áhuga á að fá hann heim. Kjartan lék síðast fyrir KR 2014.

Kjartan skoraði 17 mörk í 30 leikjum í dönsku B-deildinni í fyrra og hjálpaði Vejle að komast upp í efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner