Troy Deeney sérfræðingur BBC velur úrvalsliðið eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Sjöttu umferð lauk í gær. Liverpool er á toppnum með eins stigs forystu á Manchester City og Arsenal.
Markvörður: Mads Hermansen (Leicester City) - Átti fimm heimsklassa markvörslur gegn Arsenal. Þó lið hans hafi á endanum tapað þá kemst Daninn í lið umferðarinnar.
Varnarmaður: James Justin (Leicester) - Var ekki í nokkrum vandræðum og skoraði glæsilegt skallamark.
Varnarmaður: Micky van de Ven (Tottenham Hotspur) - Í annað sinn í liði umferðarinnar. Geggjaður varnarmaður sem var með stoðsendingu í sigri gegn Manchester United.
Varnarmaður: Joachim Andersen (Fulham) - Annar Dani í liðinu. Steig ekki feilspor þegar Fulham hélt hreinu gegn Nottingham Forest. Sendingargeta hans er vanmetin.
Varnarmaður: Josko Gvardiol (Manchester City) - Króatinn var framúrskarandi gegn Newcastle og skoraði.
Miðjumaður: Lewis Cook (Bournemouth) - Drifkraftur á miðsvæðinu og skilaði tveimur stoðsendingum í 3-1 sigrinum gegn Southampton.
Miðjumaður: Sandro Tonali (Newcastle United) - Mættur aftur eins og hann hafi aldrei farið. Rosalegur íþróttamaður.
Sóknarmaður: Antoine Semenyo (Bournemouth) - Skoraði frábært mark gegn Southampton og skapaði vandræð fyrir varnarmenn mótherjana trekk í trekk.
Sóknarmaður: Dwight McNeil (Everton) - Skoraði tvö frábær mörk gegn Palace. Everton þarf á því að halda að McNeil eigi gott tímabil. 2-1 mikilvægur sigur gegn Palace.
Sóknarmaður: Liam Delap (Ipswich Town) - Þessi 21 árs sóknarmaður sem kom frá Manchester City skoraði bæði mörk Ipswich í 2-2 jafntefli gegn Aston Villa.
Stjórinn: Sean Dyche (Everton - Talað hefur verið um að starf hans sé í hættu en hann stýrði Everton til gríðarlega góðs sigurs gegn Palace.
Athugasemdir