Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 01. nóvember 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stubbur framlengir - KA gerði skemmtilegt myndband
Steinþór Már Auðunsson.
Steinþór Már Auðunsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinþór Már Auðunsson, betur þekktur sem Stubbur, hefur framlengt samning sinn við KA.

Nýr samningur hans gildir út næstu leiktíð.

Stubbur spilaði 24 leiki með KA í sumar og var magnaður í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi. Þar tók hann stórkostlega vörslu undir lokin og var hetja KA.

Stubbur hefur spilað með flestum liðum á Norðurlandi og framan af ferlinum áttu í besta falli mjög fáir von á því að hann yrði aðalmarkvörður í efstu deild, og hvað þá bikarmeistari.

KA deildi skemmtilegu myndbandi í dag þegar það var staðfest að Stubbur yrði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner