Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 21. september 2024 19:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Stubbur fagnar eftir leik.
Stubbur fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bikarmeistari.
Bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ólýsanlegt, ég trúi þessu ekki ennþá," sagði Steinþór Már Auðunsson - Stubbur - markvörður KA eftir að hann varð bikarmeistari í dag.

„Ég held ég hafi verið stressaðri á bekknum í fyrra, það var í raun ótrúlegt hvað ég var lítið stressaður í aðdraganda leiksins og leið bara vel inn á."

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

KA komst yfir í fyrri hálfleik og Stubbur hefði viljað sjá sína menn bæta við þá forystu fyrr, en það þýðir ekki að spá í því núna. En á 93. mínútu fékk Víkingur færi, Helgi Guðjónsson var að sleppa í gegn og reyndi að setja boltann yfir Stubb sem kom á ferðinni út á móti sóknarmanninum. Stubbur náði að slæma hönd í boltann og sókn Víkings rann út í sandinn.

„Já já, það er bara gamla góða X-ið, handbolta X-ið og krampi í kaupbæti. Þetta var krampi í kálfa, kálfinn er að krampa stundum, maður er orðinn gamall."

Stubbur hefur spilað með flestum liðum á Norðurlandi og framan af ferlinum áttu í besta falli mjög fáir von á því að hann yrði aðalmarkvörður í efstu deild, og hvað þá bikarmeistari.

„Ég bjóst ekki við þessu fyrir 3-4 árum, ekki heldur í fyrra. Maður er bara búinn að leika sér í neðri deildum, eitt ævintýri með Magna í 1. deild. Svo ætlaði maður að vera varamarkvörður hjá sínu félagi og ná að klukka einn leik í efstu deild. Þeir eru orðnir aðeins fleiri, og bikarmeistaratitill. Það verður ekki betra held ég."

„Í mínum villtustu draumum bjóst ég við að þetta myndi gerast. Þetta er bara dásamlegt."


Hallgrímur Mar Steingrímsson, samherji Stubbs, tók sprettinn til Stubbs í leikslok. Það var sýnilegt þakklæti.

„Mér sýndist það. Yfirleitt er hann brjálaður við mig og öskrandi á mig, en ég fékk þakklæti í þetta skiptið," sagði Stubbur. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner