Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   lau 21. september 2024 19:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Stubbur fagnar eftir leik.
Stubbur fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bikarmeistari.
Bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ólýsanlegt, ég trúi þessu ekki ennþá," sagði Steinþór Már Auðunsson - Stubbur - markvörður KA eftir að hann varð bikarmeistari í dag.

„Ég held ég hafi verið stressaðri á bekknum í fyrra, það var í raun ótrúlegt hvað ég var lítið stressaður í aðdraganda leiksins og leið bara vel inn á."

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

KA komst yfir í fyrri hálfleik og Stubbur hefði viljað sjá sína menn bæta við þá forystu fyrr, en það þýðir ekki að spá í því núna. En á 93. mínútu fékk Víkingur færi, Helgi Guðjónsson var að sleppa í gegn og reyndi að setja boltann yfir Stubb sem kom á ferðinni út á móti sóknarmanninum. Stubbur náði að slæma hönd í boltann og sókn Víkings rann út í sandinn.

„Já já, það er bara gamla góða X-ið, handbolta X-ið og krampi í kaupbæti. Þetta var krampi í kálfa, kálfinn er að krampa stundum, maður er orðinn gamall."

Stubbur hefur spilað með flestum liðum á Norðurlandi og framan af ferlinum áttu í besta falli mjög fáir von á því að hann yrði aðalmarkvörður í efstu deild, og hvað þá bikarmeistari.

„Ég bjóst ekki við þessu fyrir 3-4 árum, ekki heldur í fyrra. Maður er bara búinn að leika sér í neðri deildum, eitt ævintýri með Magna í 1. deild. Svo ætlaði maður að vera varamarkvörður hjá sínu félagi og ná að klukka einn leik í efstu deild. Þeir eru orðnir aðeins fleiri, og bikarmeistaratitill. Það verður ekki betra held ég."

„Í mínum villtustu draumum bjóst ég við að þetta myndi gerast. Þetta er bara dásamlegt."


Hallgrímur Mar Steingrímsson, samherji Stubbs, tók sprettinn til Stubbs í leikslok. Það var sýnilegt þakklæti.

„Mér sýndist það. Yfirleitt er hann brjálaður við mig og öskrandi á mig, en ég fékk þakklæti í þetta skiptið," sagði Stubbur. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner