Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. desember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slavia vill fá afsökunarbeiðni frá Lukaku
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Tékkneska félagið Slavia Prag kallar eftir afsökunarbeiðni frá Romelu Lukaku, sóknarmanni Inter.

Lukaku sagði eftir 3-1 sigur á Slavia Prag í Meistaradeildinni að „allur leikvangurinn" í Prag hafi verið með kynþáttaníð í hrópum sínum í leiknum.

„UEFA verður að gera eitthvað í þessu. Það á ekki að láta svona líðast," sagði Lukaku.

Slavia Prag hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir ummæli belgíska framherjans. Tékkneska félagið vill fá afsökunarbeiðni frá Lukaku.

„Við verðum að hafna því að allur leikvangurinn hafi verið með kynþáttaníð," sagði Slavia. „Við höfum farið yfir fáanleg myndbandsupptökur og engin þeirra getur staðfest það sem Hr. Lukaku segir."

„Félagið hefur þegar beðist afsökunar á hegðun ákveðna einstaklinga og það væri viðeigandi fyrir Hr. Lukaku að biðjast líka afsökunar."

Eftir sigur Inter er liðið jafnt Borussia Dortmund en á eftir Barcelona í F-riðli Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner