„Þú verður rekinn á morgun,“ sungu stuðningsmenn Liverpool til Pep Guardiola, stjóra Manchester City, eftir að liðið skoraði annað mark sitt í 2-0 sigrinum á Anfield í dag.
Guardiola var að tapa fjórða deildarleiknum í röð með Man City en það er erfitt að ímynda sér að hann sé í heitu sæti eftir þennan versta kafla á þjálfaraferli Spánverjans.
Stuðningsmenn Liverpool vildu aðeins nudda salt í sárin með því að syngja til hans um að hann yrði rekinn á morgun, en Guardiola svaraði því með því að minna stuðningsmennina á tiflasafnið.
Hann lyfti sex fingrum á loft og átti þar við þá sex deildarameistaratitla sem hann hefur unnið frá því hann tók við Man City.
Guardiola bjóst ekki við þessu frá stuðningsmönnum Liverpool.
„Þeir hafa kannski rétt fyrir sér, svona miðað við þau úrslit sem við höfum verið að ná í. Ég bjóst ekki við þessu á Anfield. Þeir gerðu þetta ekki í 1-0, heldur í 2-0. Þeir hefðu kannski átt að syngja þetta hér áður, en ég alla vega bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool. Þetta er samt í góðu,“ sagði Guardiola.
Liverpool fans chant "you're getting sacked in the morning" to Pep Guardiola ????
— Premier League (@premierleague) December 1, 2024
Pep responds with six fingers, one for each Premier League title ????#LIVMCI pic.twitter.com/T4UUmuaNax
Athugasemdir