Unglingalandsliðsmaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen skoraði þrennu í 5-2 sigri Malmö á Torslanda í sænska bikarnum í dag, en þetta voru fyrstu mörk hans fyrir félagið.
Daníel Tristan byrjaði á bekknum hjá Malmö en var kynntur til leiks þegar hálftími var eftir í stöðunni 1-1.
Hann skoraði fyrsta mark sitt á 88. mínútu er hann kom Malmö í forystu en Torslanda jafnaði og náði að tryggja sér framlengingu.
Í framlengingunni skoraði Daníel tvö mörk. Hann gerði annað mark sitt snemma í fyrri hálfleik framlengingar og fullkomnaði síðan þrennu sína á 112. mínútu.
Hægt er að sjá öll þrjú mörk Daníels hér fyrir neðan.
???? Daníel Guðjohnsen (f.2006)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) December 1, 2024
???????? Malmö
???? Torslanda
???????? #Íslendingavaktin. pic.twitter.com/KfyQQv87JL
???? Daníel Guðjohnsen (f.2006)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) December 1, 2024
???????? Malmö
???? Torslanda
???????? #Íslendingavaktin pic.twitter.com/Mt2Cm61q8u
???? Daníel Guðjohnsen (f.2006)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) December 1, 2024
???????? Malmö
???? Torslanda
???????? #Íslendingavaktin pic.twitter.com/8frSFr4UAv
Athugasemdir