Topplið Liverpool heldur áfram á flugi og vann West Ham 5-0 í nýliðinni umferð í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, sem er í öðru sæti, vann 3-1 útisigur gegn Brentford í gær og spútniklið Nottingham Forest heldur áfram á sigurbraut og vann 2-0 gegn Everton. Forest er í þriðja sæti deildarinnar.
Markvörður: Martin Dubravka (Newcastle) - Newcastle vann 2-0 sigur gegn Manchester United á Old Trafford og Dubravka var flottur gegn sínu fyrrum félagi.
Varnarmaður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Hann virðist vera á förum til Real Madrid en heldur áfram að spila frábærlega fyrir Liverpool. Skoraði og átti geggjaðan leik gegn Hömrunum.
Varnarmaður: Jacob Greaves (Ipswich Town) - Traustur sem klettur þegar Ipswich vann óvæntan 2-0 sigur gegn Chelsea.
Miðjumaður: Joelinton (Newcastle) - Í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð. Kraftmikil frammistaða og skilaði marki.
Miðjumaður: Rodrigo Bentancur (Tottenham) - Virðist hafa nýtt pirringinn yfir banninu á réttan hátt og var í baráttugír í 2-2 jafntefli gegn Wolves. Skoraði fyrra mark Spurs.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Annar leikur, önnur stoðsending, annað mark. Það virðist ómögulegt að stöðva Liverpool í leið liðsins að titlinum.
Sóknarmaður: Liam Delap (Ipswich) - Var erfiður viðureignar fyrir varnarmenn Chelsea. Skoraði fyrra markið af vítapunktinum og nýtti líkamsstyrk sinn vel í gegnum allan leikinn. Öflugur.
Stjórinn: Nuno Espirito Santo (Nottingham Forest) - Alltaf þegar fólk heldur að Forest sé að fara að misstíga sig geria þeir það ekki! Hefja nýtt ár í Meistaradeildarsæti og það verðskuldað.
Athugasemdir