Topplið Liverpool heldur áfram á flugi og vann West Ham 5-0 í nýliðinni umferð í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, sem er í öðru sæti, vann 3-1 útisigur gegn Brentford í gær og spútniklið Nottingham Forest heldur áfram á sigurbraut og vann 2-0 gegn Everton. Forest er í þriðja sæti deildarinnar.
Markvörður: Martin Dubravka (Newcastle) - Newcastle vann 2-0 sigur gegn Manchester United á Old Trafford og Dubravka var flottur gegn sínu fyrrum félagi.
Varnarmaður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Hann virðist vera á förum til Real Madrid en heldur áfram að spila frábærlega fyrir Liverpool. Skoraði og átti geggjaðan leik gegn Hömrunum.
Athugasemdir