Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. apríl 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður: Samband mitt við Pulis dó eftir korter
Eiður spilaði lítið sem ekkert fyrir Stoke.
Eiður spilaði lítið sem ekkert fyrir Stoke.
Mynd: Getty Images
Þegar litið er til baka og hugsað um feril Eiðs Smára Guðjohnsen kemur tími hans hjá Stoke ekki fyrst upp í hugann.

Eftir að hafa átt frábæran tíma með stórliðum Chelsea og Barcelona voru næstu árin eftir það erfið fyrir Eið. Hann fann sig ekki í glamúrnum í Mónakó og fór aftur til Englands, fyrst á láni til Tottenham og svo til Stoke og þaðan til Fulham.

Eiður var lánaður frá Mónakó til Tottenham í janúar 2010 og bjóst hann við því að taka næsta tímabil í Tottenham. Hann endaði hins vegar í Stoke þar sem lífið var ekki ánægjulegt.

„Stoke var eitt af þeim liðum sem var tilbúið að borga launin mín. Ég var mjög efins og sat inn á skrifstofu þangað til fimm mínútur voru í það að glugginn lokaði," segir Eiður í sjónvarpsþættinum „Gudjohnsen" þáttunum sem voru að koma inn á Sjónvarp Símans Premium. Í þáttaröðinni gerir sjónvarpsmaðurinn Sveppi upp glæstan feril æskuvinar síns Eiðs Smára á óhefbundinn og áhugaverðan hátt.

„Tony Pulis (innskot blaðamanns - þáverandi þjálfari Stoke) finnur að ég er efins. Hann rífur mig þá fram á gang og segir að ég verði aðalmaðurinn, ég sé akkúrat það sem liðið þarf. Hann sannfærði mig um að ég væri gæinn sem honum vantaði í liðið."

Hótaði því að hann myndi hætta að mæta
Eiður spilaði lítið sem ekkert fyrir Stoke þrátt fyrir að Pulis hafi lagt mikið í sannfæra hann um að koma.

Eiður fór til Fulham á láni í janúar og spilaði þar til loka tímabilsins.

„Ég sé mikið eftir þeirri ákvörðun að hafa farið í Stoke," segir Eiður. „Það hefur ekkert með félagið að gera, það var bara þannig að samband mitt við þjálfarann dó eftir korter."

„Ég beið eftir því að komast heim. Ég fór yfir jólatímann og ræddi við hann um lítinn spiltíma. Hann sagði að þetta hefði ekki virkað. Ég stóð upp og barði í boðið. Þetta er í fyrsta sinn á æfinni þar sem ég hef hótað því að hætta að mæta. Ég sagðist ætla að hætta að spila varaliðsleiki og ætlaði ekki að mæta æfingar."

„Ég borgaði sjálfur pening til Stoke til þess að komast í burtu," sagði Eiður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner