mán 02. maí 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Félög eru farin að tala við hann, klárlega"
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson er leikmaður HK eins og er, en verður hann leikmaður þeirra þegar félagaskiptaglugginn lokar?

Það er spurning sem er klárlega hægt að velta fyrir sér.

Félög í efstu deild eru að reyna að næla í hann og það skiljanlega, enda með efnilegri leikmönnum landsins. Rætt var um Valgeir í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„HK-ingar eru búnir að halda honum þétt að sér hingað til, og setja svakalegan verðmiða á hann," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.

Valgeir er að verða samningslaus eftir tímabilið og getur því byrja að ræða við önnur félög um samning fyrir næsta tímabil.

„Valgeir er á þeim stað á ferlinum að hann á að spila í efstu deild," sagði Elvar og tók Tómas Þór Þórðarson undir það.

„Hann er að renna út á samning í október og það eru minna en sex mánuðir í það. Félög eru farin að tala við hann, klárlega," sagði Rafn Markús Vilbergsson.

Það er búið að staðfesta það að Víkingar hafi rætt við hann. Það er augljóst að það er mikill áhugi á honum.
Útvarpsþátturinn - Sú Besta og Lengjudeildarspáin
Athugasemdir
banner
banner