Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 02. september 2022 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag: Antony og Casemiro gætu byrjað á sunnudag
Byrjar Casemiro á sunnudag?
Byrjar Casemiro á sunnudag?
Mynd: EPA
„Í gær æfði Antony í fyrsta sinn, æfði einn. Í dag æfir liðið saman og á laugardag. Ég mun hugsa um þetta og svo mun ég taka ákvörðun," sagði Erik ten Hag, stjóri Manchester United í gær.

Manchester United á leik gegn Arsenal fyrir höndum á sunnudag og kom Ten Hag einnig inn á Casemiro.

„Hann kemur til greina. En ég þarf að hugsa um það. Ég lít á Arsenal sem erfiðan andstæðing sem hefur byrjað mjög vel eins og við öll vitum. Þú sérð lið þar sem hefur verið lengur saman."

„Þjálfarinn er að koma sinni hugmyndafræði inn hjá leikmönnum. Svo þetta er góð prófraun hjá okkur og við erum spenntir. Við munum velja réttu ellefu til þess að byrja en eins og maður sér þá er þetta ekki bara liðið, við erum með hóp,"
sagði hollenski stjórinn.

Leikur Manchester United og Arsenal er lokalekur sjöttu umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 15:30 á sunnudag.

Sjá einnig:
Ten Hag um Ronaldo: Meira en ellefu byrjunarliðsmenn í hópnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner