Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningi Telles við Al-Nassr rift (Staðfest) - Táningur Chelsea orðaður við félagið
Alex Telles.
Alex Telles.
Mynd: Getty Images
Al-Nassr í Sádi-Arabíu hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Alex Telles um riftun á samningi.

Telles er 31 árs brasilískur vinstri bakvörður sem keyptur var frá Manchester United síðasta sumar.

Telles átti ekki að vera í hlutverki í vetur og þar sem ekki má vera með ótakmarkaðan fjölda erlendra leikmanna þá var ákveðið að best væri að rifta samningnum.

Al-Nassr er í dag orðað við Angelo Gabriel sem samningsbundinn er Chelsea. Chelsea keypti hann frá Brasilíu í fyrra á 13 milljónir punda og gæti fengið hærri upphæð fyrir hann ef kaupin ganga eftir.

Gabriel er 19 ára Brasilíumaður sem Chelsea keyptir frá Santos í fyrra. Hann var lánaður til Strasbourg í fyrra og lék 21 leik í frönsku Ligue 1 síðasta vetur.

Í Sádi eru reglurnar þannig að leikmenn sem eru yngri en U21 (fæddir 2003 og síðar) falla í annan flokk en þeir sem eru eldri. Það má vera með átta erlenda leikmenn sem eru eldri en 21 árs og svo tvo til viðbótar sem eru yngri.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner