Heimild: BBC
Troy Deeney, sérfræðingur BBC, velur lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Þriðja umferðin var leikin um helgina og Liverpool trónir á toppnum með fullt hús eftir 1-0 sigur gegn Arsenal í stórleik á Anfield.
Varnarmaður: Dominik Szoboszlai (Liverpool) - Ungverjinn skoraði magnað aukaspyrnumark og var að auki traustur varnarlega.
Varnarmaður: Marcos Senesi (Bournemouth) - Var algjörlega frábær í 1-0 sigri gegn Tottenham. Hélt Richarlison í skefjum.
Miðjumaður: David Brooks (Bournemouth) - Besti maður vallarins í sigri Bournemouth gegn Tottenham. Var sífellt að skapa vandræði fyrir Tottenham.
Miðjumaður: Kiernan Dewsbury-Hall (Everton) - Með mark og stoðsendingu í sigri gegn Wolves. Er að njóta sín á vellinum og leikgleðin skín af honum.
Miðjumaður: Jarrod Bowen (West Ham) - Skoraði í 3-0 sigri gegn Sunderland. Er hjarta og sál West Ham liðsins.
Miðjumaður: Enzo Fernandez (Chelsea) - Mark af vítapunktinum og stoðsending í sigri gegn Fulham. Er mikill drifkraftur og að mörgu leyti vanmetinn.
Sóknarmaður: Evanilson (Bournemouth) - Skoraði sigurmarkið gegn Tottenham og átti yfir höfuð frábæran leik.
Athugasemdir