banner
   mið 02. október 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tony Pulis um Gnabry: Ég er ótrúlega undrandi
Mynd: Getty Images
Serge Gnabry var aðalmaðurinn er FC Bayern rúllaði yfir Tottenham í London í gærkvöldi.

Gnabry skoraði fernu í 2-7 sigri og var Tony Pulis mættur í sjónvarpsver Sky Sports að leikslokum.

Pulis var spurður út í Gnabry enda eru ummæli hans frá haustinu 2015 orðin fræg. Þar sagði hann Gnabry ekki nægilega vel staddan líkamlega til að spila fyrir liðið.

„Ég er undrandi. Ég var við stjórnvölinn hjá West Brom þegar við fengum hann lánaðan frá Arsenal en okkur tókst aldrei að koma honum í leikform," sagði Pulis.

„Svo fór hann aftur til Arsenal og var seldur. Hann er góður strákur, var aldrei til vandræða hjá okkur. Ég er bara ótrúlega undrandi á þessu eftir að hafa séð hann hjá West Brom.

„Mér finnst stórkostlegt að það hafi ræst úr honum. Hann er virkilega öflugur leikmaður."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner