Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 02. október 2024 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möguleiki á því að Aron detti inn í hópinn
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er ekki í landsliðshópnum sem var valinn í dag en Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, kveðst ekki hafa útilokað að bæta honum við hópinn.

Hareide sagði fyrir um mánuði síðan að Aron yrði ekki valinn á meðan hann væri leikmaður Þórs í Lengjudeildinni. Aron skipti hins vegar til Al-Gharafa í Katar fyrir stuttu og er búinn að spila sinn fyrsta leik þar. Hann fór út af í þeim leik.

„Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku," sagði Hareide á fundinum í dag.

„Við erum ekki viss um að hann sé endilega meiddur. Hann varð bara þreyttur í lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að, þá kemur hann ekki."

„Við getum tekið inn 24 leikmenn og við þurfum að bíða og sjá.."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner