Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. nóvember 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Noble: Best fyrir Xhaka að skipta um félag
Mynd: Getty Images
Mark Noble hefur verið fyrirliði West Ham í um fimm ár og er hann með ráðleggingu fyrir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal sem lenti upp á kant við stuðningsmenn félagsins.

Xhaka líður eins og stuðningsmenn Arsenal hafi aldrei kunnað að meta hann og brást illa við því þegar baulað var á hann í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace. Unai Emery tók Xhaka af velli á 61. mínútu í stöðunni 2-2 og svaraði miðjumaðurinn baulunum á leiðinni útaf.

„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá er besta lausnin fyrir Xhaka að tala við umboðsmanninn sinn og biðja um félagaskipti. Það eru eflaust mörg lið sem vilja fá hann til sín því þetta er gæðamikill leikmaður sem samherjar líta upp til," skrifaði Noble í pistli fyrir Standard.

„Líkur eru á því að um leið og Xhaka gerir mistök í framtíðinni muni stuðningsmenn Arsenal baula á hann, það er ekki gaman fyrir neinn. Þetta er leiðinlegt ástand sem er erfitt að leysa."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner