Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. nóvember 2019 10:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zlatan og Declan Rice til Man Utd?
Powerade
Zlatan aftur til Man UTD?
Zlatan aftur til Man UTD?
Mynd: Getty Images
Declan Rice orðaður við Rauðu djöflana.
Declan Rice orðaður við Rauðu djöflana.
Mynd: Getty Images
Laugardagsslúðrið tekið saman af BBC. Zlatan, Declan Rice og fleira sniðugt.



Kaup á framherja er í forgangi hjá Manchester United í janúarglugganum. Liðið er með augastað á Zlatan Ibrahimovic (38). (Daily Expres)

United er einnig með Declan Rice (20), miðjumann West Ham, ofarlega á lista. Rice er talinn kosta um 80 milljónir punda. (Goal)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, er í viðræðum um nýjan samning hjá félaginu. (Sky Sports)

Unai Emery, stjóri Arsenal, er sagður nálægt því að tapa klefanum en nokkrir leikmenn eru ekki hrifnir af stjórnarháttum stjórans. (Metro)

Wolves hefur áhuga á Gabriel Magalhaes (21) varnarmanni Lille. (Daily Mail)

Tahith Chong (19), vængmaður Man Utd. gæti tekið tilboðum annars staðar frá skv. umboðsmanni hans. Umboðsmaðurinn vill sjá betra samningstilboð frá United. Núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið. (MEN)

Roma er tilbúið með 13 milljón punda tilboð í Chris Smalling (29). Smalling er á láni hjá félaginu frá Manchester United og vill Roma kaupa leikmanninn. (Guardian)

Marcus Rashford (22) gæti hafa meitt sig á hné þegar hann fagnaði aukaspyrnumarkinu sem hann skoraði gegn Cheslea. (Mail)

Liverpool hefur verið hvatt til að kaupa N'Golo Kante (28) en hann á að vera síðasta púslið sem liðinu vantar. (Racing Post)

Þrjú félög vilja kaupa Emre Can (25) frá Juventus í janúarglugganum. (Caciomercato)

Nantes vill semja við Hatem Ben Arfa (32) sem er án félags eins og stendur. (RMC Sport)

Jack Rodwell (28) er nú undir smásjá Parma eftir að Roma vildi ekki semja við leikmanninn. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner