Garth Crooks sérfræðingur BBC hefur valið fyrsta úrvalsliðið á nýju ár, nú þegar jólatörn ensku úrvalsdeildarinnar er að baki. Það vantaði ekki áhugaverð úrslit um jólin!
Varnarmaður - Max Kilman (Wolves): Úlfarnir sýndu frábæra varnarframmistöðu gegn Brentford og jafnvel enn betri gegn Everton.
Miðjumaður - Cole Palmer (Chelsea): Leikmaðurinn ungi heldur áfram að skína skært og skoraði tvö mörk í sigri gegn Luton.
Sóknarmaður - Hwang Hee-chan (Wolves): Kóreumaðurinn vinnusami skoraði tvö mörk í 4-1 bursti Wolves gegn Brentford.
Sóknarmaður - Mohamed Salah (Liverpool): Liverpool er líklegt til afreka með Mo Salah innanborðs. Tvö mörk og stoðsending gegn Newcastle.
Athugasemdir