Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mið 03. janúar 2024 09:24
Elvar Geir Magnússon
Þrjár breytingar á janúarhópi Íslands - Gylfi fer ekki með
Gylfi fer ekki með til Bandaríkjanna.
Gylfi fer ekki með til Bandaríkjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason er í hópnum.
Birnir Snær Ingason er í hópnum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þrjár breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins fyrir komandi tvo vináttuleiki í janúar. Ísland mætir Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar og fara báðir leikirnir fram á heimavelli Inter Miami í Bandaríkjunum.

Gylfi Þór Sigurðsson, Sævar Atli Magnússon og Valgeir Lunddal Friðriksson eru allir að glíma við meiðsli og geta ekki verið með, og í þeirra stað koma Birnir Snær Ingason, Jason Daði Svanþórsson og Logi Hrafn Róbertsson.

Birnir Snær, sem Fótbolti.net valdi besta leikmann Bestu deildarinnar á liðnu tímabili, og Logi Hrafn, sem lék með U19 landsliðinu í lokakeppni EM síðasta sumar, eru nýliðar í A landsliði karla. Jason Daði á að baki þrjá leiki með A landsliðinu, allt vináttuleiki sem leiknir voru á árinu 2022.

Arnór Ingvi Traustason (53) og Sverrir Ingi Ingason (46) eru með mestu landsleikjareynsluna í hópnum. Sjö í hópnum eiga ekki A-landsleik að baki; auk Birnis og Loga eru það Lukas Petersson, Anton Logi Lúðvíksson, Brynjólfur Willumsson, Eggert Aron Guðmundsson og Hlynur Freyr Karlsson.

Um er að ræða verkefni utan landsleikjaglugga og því flestir leikmenn í hópnum sem spila á Norðurlöndum.

Markmenn
Hákon Rafn Valdimarsson, IF Elfsborg
Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking FK
Lukas J. Blöndal Petersson, Hoffenheim

Aðrir leikmenn
Arnór Ingvi Traustason, IFK Norrköping
Sverrir Ingi Ingason, FC Midtjylland
Andri Lucas Guðjohnsen, Lyngby BK
Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg IF
Brynjar Ingi Bjarnason, HamKam
Daníel Leó Grétarsson, SönderjyskE
Andri Fannar Baldursson, IF Elfsborg
Kolbeinn Birgir Finnsson, Lyngby BK
Dagur Dan Þórhallsson, Orlando City SC
Ísak Snær Þorvaldsson, Rosenborg BK
Kristall Máni Ingason, SönderjysskE
Logi Tómasson, Strömsgodset IF
Kolbeinn Þórðarson, IFK Göteborg
Anton Logi Lúðvíksson, Breiðablik
Brynjólfur Andersen Willumsson, Kristiansund BK
Eggert Aron Guðmundsson, Stjarnan
Hlynur Freyr Karlsson, Haugesund
Birnir Snær Ingason, Víkingur
Jason Daði Svanþórson, Breiðablik
Logi Hrafn Róbertsson, FH
Athugasemdir
banner
banner