Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 14:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhugi frá Englandi á Loga en reglurnar setja strik í reikninginn
Logi á landsliðsæfingu síðasta haust.
Logi á landsliðsæfingu síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Wales.
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ensk félög hafa fylgst með Loga Tómassyni að undanförnu og kannað möguleikann á að fá leikmanninn í sínar raðir. Logi er leikmaður Strömsgodset í Noregi, vakti mikla athygli á síðasta tímabili og vann sér inn sæti í íslenska landsliðinu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa félög í Championship deildinni og League One fylgst með vinstri bakverðinum.

Það sem hefur einna helst komið í veg fyrir möguleg félagaskipti eru breyttar reglur á Englandi eftir Brexit. Leikmenn þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá atvinnuleyfi á Englandi. Skora þarf 15 sig til að fá atvinnuleyfi en Logi er með 14 stig.

Logi er því mjög nálægt því að uppfylla þau skilyrði en vantar örlítið upp á. Á meðal þess sem telur eru fjöldi A-landsleikja, fjöldi leikja í Evrópukeppnum og hvar leikmaðurinn spilar í dag.

Hvert félag á Englandi er með svokallað "wild-card" sem það getur nýtt sér á hverju ári til að fá leikmann sem uppfyllir ekki skilyrðin, en flest félög hafa nýtt sér það þegar komið er svona seint í seinni félagaskiptaglugga tímabilsins.

Logi var keyptur frá Víkingi til Noregs í ágúst 2023 og á tvö ár eftir af samningi sínum við Stromsgödset. Hann er 24 ára og á að baki sjö A-landsleiki.

Hann hefur einnig verið orðaður við þau lið sem Freyr Alexandersson hefur stýrt að undanförnu. Freyr vildi fá Loga til belgíska félagsins Kortrijk síðasta sumar en fékk það ekki í gegn og hefur Logi lauslega verið orðaður við Brann þar sem Freyr er nú við stjórnvölinn.


Athugasemdir
banner
banner