Lisandro Martínez, varnarmaður Manchester United, var borinn af velli í leik United gegn Crystal Palace í gær. Martínez var sýnilega mjög þjáður og bað strax um skiptingu.
Hann meiddist á hné eftir baráttu við Ismaila Sarr og stóð ekki á fætur eftir það. Manchester Evening News segir frá því að ólíklegt sé að Martínez spili aftur á þessu tímabili en hann fer í frekari skoðanir seinna í þessari viku.
Hann meiddist á hné eftir baráttu við Ismaila Sarr og stóð ekki á fætur eftir það. Manchester Evening News segir frá því að ólíklegt sé að Martínez spili aftur á þessu tímabili en hann fer í frekari skoðanir seinna í þessari viku.
Martínez er 27 ára Argentínumaður sem varð heimsmeistari árið 2022. Hann kom til United frá Ajax sumarið 2022.
Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá Ruben Amorim vinstra megin í þriggja manna miðvarðakerfi.
Athugasemdir