Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. apríl 2021 17:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel svekktur: Vorum ekkert orðnir hrokafullir
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var svekktur eftir hans fyrsta tap sem stjóri Lundaúnaliðsins. Það kom í dag gegn West Brom á heimavelli, lokatölur voru 5-2.

„Við vorum ryðgaðir, okkur gekk illa í uppspilinu á okkar vallarhelmingi og við gerðum mörg mistök sem við hefðum getað forðast," sagði Tuchel eftir leikinn.

„Við misstum boltann illa og það leiddi til þess að við fengum rautt spjald og það kostaði okkur leikinn."

Thiago Silva fór af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, hann fékk tvö gul. „Ég var ekki mjög ánægður með spilamennskuna í 11 á móti 11 en það var allt í lagi. Ég bjóst ekki við miklu beint eftir landsleikjahlé."

„Við vorum heldur ekki nægilega góðir tíu á móti 11. Við eigum ekki að fá á okkur mörk með þau gæði sem eru í liðinu. Varnarleikurinn var ekki eins góður og hann átti að vera. Þetta er mín ábyrgð og við verðum bara að sætta okkur við þetta, og haldaáfram," sagði Tuchel.

Þetta var fyrsta tap Chelsea undir stjórn Tuchel, í 14 leikjum. Liðið hafði þá bara fengið á sig tvö mörk undir stjórn Tuchel fyrir leikinn í dag.

„Vonandi getum við litið til baka og horft á þetta tap þannig að við komumst aftur á skrið um leið. Þetta var samt sem áður ekki nauðsynlegt, að tapa svona. Það var ekki of mikið sjálfstraust í liðinu og við vorum ekkert hrokafullir."

Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner