30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar var leikin í vikunni og Troy Deeney sérfræðingur BBC hefur valið úrvalslið vikunnar.
Markvörður: Emi Martínez (Aston Villa) - Öryggið uppmálað og með allt á hreinu í 3-0 sigri gegn Brighton.
Varnarmaður: Ezri Konsa (Aston Villa) - Verður öflugri og öflugri, einn besti varnarmaður deildarinnar.
Varnarmaður: Murillo (Nottingham Forest) - Algjört skrímsli í vörn Forest. Liðið heldur áfram að fara á kostum og vann Manchester United 1-0.
Varnarmaður: Curtis Jones (Liverpool) - Mjög þroskuð frammistaða sem hægri bakvörður í sigrinum gegn Everton.
Miðjumaður: Ryan Yates (Nottingham Forest) - Besti maður vallarins. Vann gríðarlega mikilvæga vinnu.
Miðjumaður: Sandro Tonali (Newcastle) - Kom hrikalega sterkur úr banninu og skoraði stórbrotið mark í sigrinum gegn Brentford.
Miðjumaður: Enzo Fernandez (Chelsea) - Farinn að finna meiri stöðugleika og skoraði sigurmarkið gegn Tottenham.
Sóknarmaður: Jack Grealish (Manchester City) - Skoraði langþráð mark gegn Leicester. Hefur átt erfitt tímabil.
Sóknarmaður: Anthony Elanga (Nottingham Forest) - Þvílík frammistaða og sigurmark gegn hans fyrrum félagi.
Stjórinn: Kieran McKenna (Ipswich) - Eftir sigurinn gegn Bournemouth getur Ipswich haldið í vonina umað ná frækinni björgun.
Athugasemdir