Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 03. ágúst 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham þarf að borga 20 milljónir fyrir Udogie
Udogie í baráttu við Domenico Berardi.
Udogie í baráttu við Domenico Berardi.
Mynd: EPA

Antonio Conte hefur miklar mætur á Destiny Udogie, ungum vængbakverði Udinese sem stóð sig frábærlega í Serie A á síðustu leiktíð.


Udogie er 19 ára gamall og skoraði 5 mörk í 35 leikjum með Udinese auk þess að gefa þrjár stoðsendingar.

Hann á 33 leiki að baki fyrir yngri landslið Ítalíu, þar af fjóra fyrir U21 liðið þrátt fyrir ungan aldur.

Udinese hafnaði tilboðum frá Tottenham og Juventus í Udogie í upphafi sumars. Ítalska félagið vill fá 20 milljónir evra og leikmanninn lánaðan aftur til sín.

Tottenham er með Ryan Sessegnon og Ivan Perisic sem munu berjast um vinstri vængbakvarðarstöðuna á tímabilinu og góðar líkur að þessi félagsskipti gangi í gegn samkvæmt Sky á Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner