Barcelona reyndi að fá Nico Williams, leikmann Athletic Bilbao, í sumar.
Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, og Williams eru góðir vinir og voru gríðarlega sterkir á sitthvorum kantinum í spænska landsliðinu sem varð Evrópumeistari í sumar.
Alejandro Balde, bakvörður Barcelona, hefur einnig spilað með Williams í landsliðum Spánar en þeir eru mjög nánir.
„Það er satt að ég tala mikið við Nico Williams. Ég tala við hann nánast dagleega. En að lokum ákveða menn sjálfir hvað þeir vilja gera við líf sitt, ákveða sinn feril og hvað þeir vilja," sagði Balde.
Athugasemdir