Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. nóvember 2024 22:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðrún vann Íslendingaslag - Amanda og Sveindís í sigurliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var Íslendingaslagur í sænsku deildinni þegar meistararnir í Rosengard fengu Linköping í heimsókn. Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í byrjunarliði Rosengard og Maria Catharina Ólafsdóttir Gros var í byrjunarliði Linköping.


Rosengard vann öruggan 4-0 sigur og kom því til baka eftir að hafa tapað sínum fyrsta leik á tímabilinu gegn Hammarby í síðustu umferð en það er aðeins ein umferð eftir. Rosengard er með 72 stig eftir 25 umferðir á toppnum en Linköping er í 11. sæti með 26 stig, þremur stigum frá fallumspilssæti fyrir lokaumferðina.

Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Twente þegar liðið vann 3-1 gegn Utrecht í hollensku deildinni. Twente er í 4. sæti með 11 stig eftir fimm umferðir, stigi á eftir Utrecht sem er í 3. sæti.

Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður í 3-0 sigri Wolfsburg gegn Freiburg í þýsku deildinni. Wolfsburg er á toppnum með 19 stig eftir átta umferðir en Bayern er stigi á eftir og á leik til góða.

Dagný Brynjarsdóttir kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi West Ham gegn Tottenham í ensku deildinni en sigurmark Tottenham var sjálfsmark í uppbótatíma. María Þórisdóttir var ónotaður varamaður í 1-0 sigri Brighton gegn Leicester. Brighton er í 3. sætimeð 13 stig eftir sex umferðir en West Ham er í 11. og næst neðsta sæti aðeins með tvö stig.


Athugasemdir
banner
banner