Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 14:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósaði "Dani" Guðjohnsen í hástert
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Mynd: Malmö FF
Daníel Tristan er aðeins 18 ára.
Daníel Tristan er aðeins 18 ára.
Mynd: Malmö
Daníel Tristan Guðjohnsen fór á kostum í 5-2 sigri Malmö á Torslanda í sænska bikarnum á dögunum.

Daníel Tristan byrjaði á bekknum hjá Malmö en var kynntur til leiks þegar hálftími var eftir í stöðunni 1-1. Hann skoraði fyrsta mark sitt á 88. mínútu er hann kom Malmö í forystu en Torslanda jafnaði og náði að tryggja sér framlengingu.

Í framlengingunni skoraði Daníel tvö mörk. Hann gerði annað mark sitt snemma í fyrri hálfleik framlengingar og fullkomnaði síðan þrennu sína á 112. mínútu.

Daníel er að koma til baka eftir meiðslin en þetta eru fyrstu mörk hans fyrir aðallið Malmö.

Henrik Rydström, þjálfari Malmö, er mjög ánægður með þennan 18 ára gamla yngsta son Eiðs Smára Guðjohnsen.

„Dani er með hátt gæðastig þegar kemur að því að klára færi. Við höfum farið varlega með hann því hann var í burtu í ellefu mánuði. Ég hef talað við Dani um að hann muni fá tækifæri," sagði Rydström.

„Það er ótrúlega gaman að horfa á hann. Dani er mjög góður náungi sem hefur lagt mikið á sig á æfingasvæðinu. Hann hefur ekki vorkennt sjálfum sér. Hann er að finna stig sem fær mig til að vilja velja hann í liðið og sú tilfinning minnkar ekkert þegar hann skorar þrennu."

Malmö eru ríkjandi Svíþjóðarmeistarar en það verður fróðlegt að sjá hvernig hlutverk Daníel Tristan fær á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner