Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fim 04. janúar 2024 13:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Ágúst Orri æfði með aðalliði Genoa - „Markmiðið er að komast í þetta lið"
Ágúst Orri með boltann. Með honum á myndinni eru Radu Dragusin og Morten Frendrup.
Ágúst Orri með boltann. Með honum á myndinni eru Radu Dragusin og Morten Frendrup.
Mynd: Aðsend
Einn af leikjunum sem Ágúst byrjaði var eftirminnilegur leikur í Víkinni.
Einn af leikjunum sem Ágúst byrjaði var eftirminnilegur leikur í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann lagði upp eitt mark í Bestu deildinni og skoraði eitt mark í Mjólkurbikarnum.
Hann lagði upp eitt mark í Bestu deildinni og skoraði eitt mark í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst byrjaði níu leiki með Breiðabliki í sumar. Hann kom við sögu í þremur Evrópuleikjum.
Ágúst byrjaði níu leiki með Breiðabliki í sumar. Hann kom við sögu í þremur Evrópuleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á EM með U19 í sumar.
Á EM með U19 í sumar.
Mynd: Getty Images
Átján ára og á að baki 21 leik fyrir yngri landsliðin.
Átján ára og á að baki 21 leik fyrir yngri landsliðin.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óskar Hrafn fór fögrum orðum um Ágúst í viðtali í haust.
Óskar Hrafn fór fögrum orðum um Ágúst í viðtali í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jólafríið var ekki langt hjá Ágústi Orra Þorsteinssyni. Hann er leikmaður Genoa og leikur þar með vara- og unglingaliði félagsins. Fimm daga fékk hann á Íslandi áður en hann þurfti að snúa aftur til Genoa. Fótbolti.net ræddi við hann á dögunum um fyrstu mánuðina á Ítalíu.

„Það er mjög fínt veður, fimmtán gráður sem er mjög þægilegt fótboltaveður. Ég mæti svo í -5 til Íslands sem verður sjokk," sagði Ágúst.

Talsvert lagt í liðin í deildinni
Hann var keyptur til ítalska félagsins í ágúst eftir að hafa leikið vel með Breiðabliki fyrri hluta tímabilsins og einnig með U19 landsliðinu.

„Fyrstu mánuðirnir hafa gengið vel fyrir utan kannski fyrsta mánuðinn. Hann var frekar pirrandi af því ég lenti í að togna frekar illa aftan í læri. Ég byrjaði svo tvo leiki, fór í landsliðsverkefni og eftir landsleikina hef ég fengið fullt af mínútum," sagði Ágúst.
   31.08.2023 11:00
Ágúst Orri byrjar í unglingaliðinu - „Stoltur að vera hluti af Genoa fjölskyldunni“

Hjá Genoa spilar hann með vara- og unglingaliðinu - Primavera. „Liðið okkar er fínt. Stærstu liðin í þessari Primavera 1 deild eru fáránlega góð. Ég vissi ekki að þetta væri svona sterk deild, ótrúlega 'physical', sterkir strákar sem eru líka geggjaðir í fótbolta. Það eru leikmenn í liðunum sem eru komnir nálægt aðalliðshópunum hjá sínum félögum."

Hver er munurinn á Primavera deildinni og að spila í Bestu deildinni?

„Það er erfitt að koma því í orð. Í Bestu deildinni eru fullþroskaðir leikmenn, það er kannski stóri munurinn. Fótboltalega séð sér maður að þarna eru leikmenn sem munu ná mjög langt í atvinnumannabolta. Það eru margir mjög góðir leikmenn, liðin hafa sótt erlenda leikmenn á fullt af pening og þetta eru alvöru spilarar. Liðin hafa eytt talsverðu fjármagni í leikmenn sem spila í þessari deild. Það kemur mér á óvart hvað deildin er í raun og veru góð."

Ágúst er átján ára og getur hann leyst fremstu stöðurnar fyrir aftan framherjann. Hann hefur komið við sögu í flestum leikjum með Primavera liðinu að undanförnu.

„Ég hef verið nokkuð sáttur með mínútufjöldann. Ég fæ vonandi fleiri mínútur og svo fleiri æfingar með aðalliðinu. Það hjálpar mjög mikið."

Fékk sjokk á æfingu með aðalliðinu
Hann hefur farið á æfingar með aðalliði Genoa sem spilar í ítölsku A-deildinni.

„Það eru margir leikmenn þar sem eru sturlaðir. Eins og til dæmis Albert. Svo er (Radu) Dragusin sem er orðaður við einhver stórlið í Premier League, fáránlega góður. Maður finnur að tempóið er allt annað. Þú færð alveg smá sjokk, þarft að koma þér inn í hlutina en það kemur."

„Það var geggjað að fá kallið á fyrstu æfinguna. Ég var frekar stressaður að fara á æfingu. Þessir gæjar voru að fara spila á móti Lukaku í vikunni og svo er ég bara að fara á æfingu með þeim. Það er rosalegt, þetta var fyrir leikinn á móti Roma."

„Það er mjög mikill munur á æfingum hjá aðalliðinu og svo Primavera."

„Ég hef ekki hugmynd af hverju ég fékk kallið á þessa æfingu. Ég vona að ég hafi átt góðan leik með Primavera á undan og staðið mig vel á æfingum sem varð til þess að ég fékk þessi verðlaun."

„Markmiðið er bara að komast í þetta lið,"
sagði Ágúst Orri kokhraustur. „Ég veit ekki alveg hvenær ég kemst í það. Þarna eru rosalega mikil gæði."

Ágústi líður best á vinstri kantinum og í 'tíunni'. „Ég hef verið að spila meira á vinstri kantinum í Genoa en draumastaðan er 'tían'."

Kveikti mest í Ágústi hversu mikill áhuginn var
Varð Ágúst strax spenntur í sumar þegar áhuginn kom frá ítalska félaginu?

„Ég hugsaði alveg mikið út í að það eru margir sem hafa farið til Ítalíu en hafa komið heim aftur. Það hefur verið erfitt fyrir Íslendinga að fara til Ítalíu. Ég sá svo hvað Genoa vildi mikið fá mig og þeir voru búnir að fylgjast með mér lengi; búnir að horfa á marga landsleiki með mér. Það kveikti mest í mér að áhuginn var alvöru. Þeir voru búnir að sjá fleiri en 10-15 leiki með mér."

Breiðablik var á þessum tímapunkti á sinni vegferð að tryggja sér sæti í riðlakeppni.

„Þetta var ógeðslega erfið ákvörðun að fara. En það var eitthvað sem sagði mér að kýla á þetta. Ég gat ekki sleppt tækifærinu."

Var fullkomið skref að fara aftur heim
Ágúst segir að tvö félög frá Skandinavíu hafi sýnt áhuga en ekkert formlegt tilboð hafi borist frá þeim. Ágúst þekkir ágætlega að vera í Skandinavíu því hann var þar árið 2022 og lék með unglingaliði Malmö. Hann sneri til baka til Breiðabliks í upphafi árs 2023.
   06.01.2023 11:00
Breiðablik kaupir Ágúst Orra til baka frá Malmö (Staðfest)

„Markmiðið með því að koma heim var alltaf að fara aftur út. Ég spilaði rétt rúmlega hálft tímabil með Breiðabliki og var svo kominn út. Þetta var eiginlega bara fullkomið skref að fara aftur heim. Ég vil núna vera úti þangað til ég hætti að spila fótbolta."

Þarf að læra málið
Ágúst flutti einn til Ítalíu og býr þar í íbúð. Hvernig er lífið í borginni?

„Ég kann mjög vel við mig, en ég er ekki alveg nógu sleipur í ítölskunni. Það kemur, ég er í kennslu tvisvar í viku þannig þetta hlýtur að koma. Ég þarf að læra málið, það eru margir útlendingar í liðinu en þjálfarinn í Primavera liðinu talar ekki stakt orð í ensku," sagði Ágúst.

Minna leikjaálag en með Blikum og mikið lagt upp úr taktík
Flest ítölsku stórliðin eru með lið í Primavera 1 deildinni. Venjulega er spilaður einn leikur í viku svo það er talsvert lengri tími milli leikja en Ágúst vandist með Breiðabliki í sumar.

„Þetta er ekki spilað á þriggja daga fresti. Æfingarnar eru mjög erfiðar. Ég fíla meira að spila fleiri leiki og taka færri æfingar, en ég stjórna því auðvitað ekki."

Er mikið spáð í því á móti hverjum er verið að spila eða er alltaf sama planið leik eftir leik?

„Það er rosalega mikið spáð í taktík. 2-3 dögum fyrir leik er stillt upp hvernig við ætlum að spila vörn og sókn á móti andstæðingunum. Við stillum ekki alltaf upp sama kerfi," sagði Ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner