Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   lau 04. mars 2023 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Choupo-Moting tryggði dýrmætan sigur
Mynd: EPA

Stuttgart 1 - 2 Bayern
0-1 Matthijs de Ligt ('39)
0-2 Eric Maxim Choupo-Moting ('62)
1-2 Juan Jose Perea ('88)


FC Bayern tókst að jafna Borussia Dortmund á stigum á toppi þýsku deildarinnar með sigri í Stuttgart í síðasta leik kvöldsins þar í landi.

Matthijs de Ligt tók forystuna undir lok fyrri hálfleiks með skoti langt utan vítateigs. Skotið var ekki sérlega fast en boltinn skoppaði óþægilega og mistókst Fabian Bredlow að verja.

Eric Maxim Choupo-Moting tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik og reyndist það afar mikilvægt mark, vegna þess að sprækir heimamenn náðu að minnka muninn undir lokinn.

Juan Jose Perea skoraði fyrir Stuttgart en nær komust heimamenn ekki og urðu lokatölur 1-2. Bayern er því með 49 stig eftir 23 umferðir á meðan Stuttgart situr eftir í harðri fallbaráttu með 19 stig.

Dýrmætt sigurmark hjá Choupo-Moting sem er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Bayern.

Bayern og Dortmund eru með fimm stiga forystu á næstu lið í þýsku titilbaráttunni.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 33 19 11 3 70 41 +29 68
3 Eintracht Frankfurt 33 16 9 8 65 45 +20 57
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 33 16 6 11 68 51 +17 54
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Stuttgart 33 13 8 12 61 51 +10 47
10 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
11 Augsburg 33 11 10 12 34 49 -15 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 St. Pauli 33 8 8 17 28 39 -11 32
15 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner
banner