Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Sean de Silva og Kristján Ólafs í Njarðvík (Staðfest)
Sean De Silva spilar með Njarðvík í sumar
Sean De Silva spilar með Njarðvík í sumar
Mynd: Hulda Margrét
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í 2. deildinni en þeir Sean De Silva og Kristján Ólafsson eru komnir til félagsins.

Sean De Silva er fæddur árið 1990 og kemur frá Trínidad og Tóbago en hann gekk til liðs við Hauka á síðasta ári og lék 18 leiki í Inkasso-deildinni og skoraði 5 mörk fyrir liðið.

Hann hefur áður spilað í Bandaríkjununum þar sem hann lék með Minnesota United í NASL-deildinni auk þess sem hann hefur leikið með Central, Queens Park og Rangers í heimalandinu.

Þá kemur Kristján Ólafsson á láni frá FH. Kristján er fæddur árið 2000 og er sonur Ólafs Kristjánssonar, þjálfara FH.

Njarðvík spilar við Smára á morgun í Mjólkurbikarnum en leikurinn fer fram í Fagralundi klukkan 20:00.

Athugasemdir
banner
banner
banner