William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   mið 04. september 2024 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Blikar rúlluðu yfir Minsk - Mæta Sporting á laugardag
Blikar voru ekki í vandræðum með Minsk
Blikar voru ekki í vandræðum með Minsk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 6 - 1 FC Minsk
1-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('2 )
2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('23 )
3-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('26 )
4-0 Samantha Rose Smith ('34 )
4-1 Liana Miroshnichenko ('39 )
5-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('54 )
6-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('79 )
Lestu um leikinn

Breiðablik flaug örugglega áfram í hreinan úrslitaleik um sæti í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu með því að vinna 6-1 stórsigur á Minsk frá Hvíta-Rússlandi á Kópavogsvelli.

Blikar gengu frá leiknum í fyrri hálfleik. Fyrsta markið kom á 2. mínútu leiksins. Kristín Dís Árnadóttir kom með innkastið á Katrínu Ásbjörnsdóttur, sem skallaði hann á Vigdísi og þaðan í markið.

Liðin skiptust á nokkrum færum næstu mínútur á eftir áður en Blikar settu í næsta gír og gerðu út um leikinn á tíu mínútna kafla.

Á 23. mínútu átti Samantha Rose Smith skot sem markvörður Minsk var í stökustu vandræðum með og nýtti Katrín sér það, stal frákastinu og skoraði.

Þremur mínútum síðar gerði Andrea Rut Bjarnadóttir þriðja markið eftir frábæra sendingu frá Ástu Eir Árnadóttur áður en Samantha gerði gott mark á 34. mínútu eftir gott spil.

Minsk svaraði undir lok hálfleiksins. Blikar töpuðu boltanum fyrir utan teig sinn og nýtti Liana Miroshnichenko sér það og lét vaða á markið og inn fór hann. Telma Ívarsdóttir alls ekki langt frá því að verja skotið.

Gestirnir voru aldrei líklegir til að koma til baka í þessum leik, þar sem Blikar bara endanlega gerðu út um þetta snemma í þeim síðari.

Katrín bætti við öðru marki sínu á 54. mínútu eftir frábæran undirbúning Samönthu og síðan fullkomnaði Katrín þrennuna þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Varamaðurinn Margrét Lea Gísladóttir átti þessa laglegu sendingu inn fyrir á Katrínu, sem gerði frábærlega á teignum, áður en hún afgreiddi boltann snyrtilega í netið.

Minsk átti nokkur góð færi í kringum mörk Blika en Telma var vandanum vaxin í markinu. Tvær stórar vörslur hjá henni í síðari hálfleiknum.

Góður 6-1 sigur Blika sem fara fullar sjálfstrausts inn í hreinan úrslitaleik gegn portúgalska liðinu Sporting. Leikurinn fer fram klukkan 17:00 á Kópavogsvelli á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner