Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 04. nóvember 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Goðsögn hjá Liverpool: Ég held að allur heimurinn viti það
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Mark Lawrenson, goðsögn hjá Liverpool, segir að það sé verst geymda leyndarmál fótboltans að Trent Alexander-Arnold sé að ganga í raðir Real Madrid.

Alexander-Arnold hefur verið gríðarmikið orðaður við Madrídarstórveldið en samningur hans við Liverpool er að renna út eftir tímabilið.

„Það er mikilvægast að semja við Van Dijk. Hann er grjótið í vörninni. Svo er mikilvægt að semja við Salah líka," sagði Lawrenson.

„Trent mun láta samninginn renna út. Ég held að allur heimurinn viti það. Líklega er það verst geymda leyndarmál í heimi. Besti vinur hans, Jude Bellingham, spilar með Real Madrid."

Lawrenson telur að það væri ekki heimsendir fyrir Liverpool ef Alexander-Arnold fer þar sem Connor Bradley er til staðar fyrir liðið í stöðu hægri bakvarðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner