Leikmaður Liverpool er á radarnum hjá Real Madrid, Newcastle vill markaskorara Brentford, Arsenal hefur áhuga á leikmanni West Ham. Þetta og fleira í mánudagsslúðrinu. BBC tók saman.
Trent Alexander-Arnold (26) hjá Liverpool er efstur á blaði hjá Real Madrid til að styrkja stöðu hægri bakvarðar spænska stórliðsins. (AS)
Newcastle United hefur sett kamerúnska kantmanninn Bryan Mbeumo (25) á óskalista sinn, þar sem Brentford hefur sett um 50 milljóna punda verðmiða á hann. (Football Insider)
Arsenal hefur áhuga á Mohammed Kudus (24) kantmanni West Ham í staðinn fyrir belgíska framherjann Leandro Trossard (29) sem er á óskalista Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Kudus er með 90 milljóna punda verðmiða. (Mirror)
Sænski framherjinn Viktor Gyökeres (26) ætlar ekki að fylgja Ruben Amorim, stjóra Sporting, til Manchester United. (Record)
Oumar Diakite (20) framherji Reims verður helsta skotmark Crystal Palace ef samningaviðræður við Jean-Philippe Mateta stranda (27) stranda. (Sun)
Manchester United og Chelsea hafa blandað sig í kapphlaup við Tottenham um danska vinstri bakvörðinn Patrick Dorgu (20) frá Lecce. (Football Insider)
Enski miðjumaðurinn Lewis O'Brien (26) mun ganga alfarið til liðs við Los Angeles FC þegar lánssamningi hans frá Nottingham Forest lýkur í janúar. (Sun)
Þrýstingurinn á Julen Lopetegui, stjóra West Ham, eykst eftir að stjórn félagsins sagði honum að úrslitin verði að batna. (Times)
Paris St-Germain er opið fyrir því að lána eða selja Randal Kolo Muani (25) í janúar og nokkur ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga. (Sky Sport Þýskalandi)
Barcelona fylgist með stöðu Rafael Leao (25) hjá AC Milan ef portúgalski kantmaðurinn verður falur. (Mundo Deportivo)
Real Madrid er farið að efast um skuldbindingu Vinicius Jr (24) við félagið og hefur áhyggjur af því að hann hafi áhuga á að fara. Al-Hilal í Sádi-Arabíu vill Brassann. (Sport)
Chelsea og Paris St-Germain hafa einnig áhuga á Vinicius Jr og forráðamenn Real Madrid munu hitta umboðsmenn hans eftir nokkrar vikur til að ræða framtíð hans. (Marca)
Santos á í viðræðum um að fá Neymar (32) aftur til félagsins þegar samningur hans við Al-Hilal rennur út næsta sumar. (AS)
Lazio er eitt af félögunum sem hafa áhuga á að fá James Rodriguez (33) ef kólumbíski kantmaðurinn yfirgefur Rayo Vallecano eftir stutta dvöl. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir