Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi gæti yfirgefið Real Sociedad á næsta ári en ólíklegt er að hann fari frá liðinu í janúarglugganum. Þetta kemur fram í Ahtletic.
Zubimendi er á lista hjá mörgum félögum um alla Evrópu. Hann var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar en snerist hugur á síðustu sekúndu og ákvað að vera áfram hjá uppeldisfélaginu.
Manchester City er komið í baráttuna. Rodri er frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossband og vill Pep Guardiola fá Zubimendi til að fylla skarðið í janúar.
Athletic segir að Zubimendi sé tilbúinn í nýja áskorun en miðillinn telur að það verði ekki fyrr en eftir tímabilið.
Talið er að Zubimendi sé með 50 milljóna punda klásúlu í samningi sínum og væri ekkert vandamál fyrir Man City að greiða það verð, en það verður að koma í ljós hvort Liverpool muni reyna aftur og veita þannig erkifjendum sínum samkeppni um leikmanninn eða ekki.
Þessi 25 ára gamli varnarsinnaði miðjumaður hefur spilað 19 leiki með Sociedad sem er að koma sér á ágætis skrið eftir annars slaka byrjun á tímabilinu.
Athugasemdir