Liverpool ætlar að versla í janúar, Real Madrid mun bíða eftir því að samningur Trent rennur út og Manchester United er með áhugaverða leikmenn undir smásjánni. Hér er slúðurpakkinn.
Liverpool ætlar að gera samtals 90 milljóna punda janúartilboð í ungverska vinstri bakvörðinn Milos Kerkez (21) hjá Bournemouth og Martin Zubimendi (25), spænskan miðjumann Real Sociedad. (Teamtalk)
Real Madrid vill aðeins fá Trent Alexander-Arnold (26) varnarmann Liverpool á frjálsri sölu. (Telegraph)
Nottingham Forest er að íhuga að gera janúartilboð í janúar í Evan Ferguson (20), framherja Brighton. (Football Insider)
Arsenal, Chelsea, Liverpool og Tottenham hafa áhuga á Nico Williams (22), spænska landsliðskantmanninum hjá Athletic Bilbao. (Athletic)
Barcelona fylgist með Alexander Isak (25), sænska framherjanum hjá Newcastle United. (Caught Offside)
Manchester United hefur áhuga á David Raum (26), varnarmanni RB Leipzig, og tyrkneska sóknarleikmanninum Kenan Yildiz (19) hjá Juventus. (Sky Þýskalandi)
Manchester United hefur kannað áhuga kanadíska varnarmannsins Alphonso Davies (25) á að ganga í raðir félagsins þegar samningur hans við Bayern München rennur út næsta sumar. (Teamtalk)
Leicester City hefur áhuga á að bæta við sóknarmöguleika sína með nýjum framherja í janúarglugganum. (Football Insider)
Barcelona mun reyna að keppa við Real Madrid um Portúgalann Diogo Dalot (25), ef varnarmaðurinn vill fara frá Manchester United. (Caught Offside)
Fyrrum stjóri Manchester United, Erik ten Hag, hefur verið orðaður við RB Leipzig í Þýskalandi. (Sun)
Amad Diallo (22), kantmaður Fílabeinsstrandarinnar, gæti yfirgefið Manchester United í janúar en samningur hans rennur út í júní. (Express)
Manchester United er að skoða möguleika sína í markvarðamálum ef tyrkneski varamarkvörðurinn Altay Bayindir (26) fer frá félaginu í janúar. (Mail)
Tottenham, Manchester City og Chelsea hafa áhuga á Tijjani Reijnders (26), hollenskum miðjumanni AC Milan. (Calciomercato)
Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus og AC Milan, kemur til greina í stjórastarf West Ham ef félagið rekur Julen Lopetegui. (Calciomercato)
Portúgalski sóknarleikmaðurinn Rafael Leao (25) hjá AC Milan hefur hafnað Arsenal eftir að enska félagið kannaði mögulegan áhuga hans á skiptum í janúarglugganum. (Caught Offside)
Spænski varnarmaðurinn Raul Asencio (21) hjá Real Madrid afþakkaði tækifærið til að ganga til liðs við City Football Group fyrir fimm milljónir punda í sumar. (AS)
Arsenal og Liverpool eru líklegastu áfangastaðirnir fyrir hollenska miðjumanninn Xavi Simons (21) ef Paris St-Germain selur hann næsta sumar. Hann myndi kosta að minnsta kosti 66 milljónir punda. (Athletic)
Napoli er í baráttunni um að fá Patrick Dorgu (20) frá Lecce í janúar. Chelsea, Tottenham og West Ham hafa einnig áhuga á danska bakverðinum. (La Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir