Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 05. janúar 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Man City hefur ekki áhuga á Soyuncu
Enska félagið Manchester City hefur ekki áhuga á því að fá Caglar Soyuncu frá Leicester City en Sky Sports greinir frá þessu.

Pep Guardiola, stjóri Man City, vill ólmur styrkja varnarlínuna í janúar og hefur tyrkneski varnarmaðurinn verið orðaður við félagið síðustu vikur.

Soyuncu hefur verið frábær í hjarta varnarinnar hjá Leicester á þessari leiktíð en liðið situr í 2. sæti deildarinnar.

Samkvæmt Sky Sports þá hefur Man City þó ekki áhuga á að fá Soyuncu frá Leicester og ljóst að Guardiola mun horfa annað.

Aymeric Laporte er byrjaður að æfa með City eftir erfið meiðsli en Guardiola vill þrátt fyrir það bæta við öðrum miðverði í þessum glugga.

City missti Vincent Kompany til Anderlecht síðasta sumar og þá fór Eliaquim Mangala frá félaginu. Philippe Sandler var þá lánaður til Anderlecht.
Athugasemdir
banner
banner