Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Newcastle tók Arsenal í kennslustund
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Newcastle 2 - 0 Arsenal (4-0 samanlagt)
1-0 Jacob Murphy ('19)
2-0 Anthony Gordon ('52)

Newcastle United er búið að tryggja sér þátttöku í úrslitaleik enska deildabikarsins með þægilegum sigri gegn Arsenal í undanúrslitum.

Newcastle vann fyrri leikinn 0-2 á Emirates leikvanginum í London og sigraði aftur 2-0 á heimavelli í kvöld og byrjaði Alexander Isak leikinn af fullum krafti.

Isak setti boltann í netið strax á fjórðu mínútu en ekki dæmt mark vegna naumrar rangstöðu eftir athugun í VAR-herberginu. Hann skapaði svo fyrsta markið alveg sjálfur þegar hann gerði ótrúlega vel að losa sig frá William Saliba og skjóta boltanum í stöngina. Þaðan hrökk boltinn til Jacob Murphy sem fylgdi eftir með skoti í autt netið.

Arsenal reyndi að taka stjórn á leiknum en átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér góð færi. Newcastle varðist vel og voru heimamenn ávalt hættulegir í sínum sóknaraðgerðum.

Arsenal gerði nokkur slæm varnarmistök í upphafi síðari hálfleiks og áttu ein slík eftir að kosta liðið ansi dýrt því Anthony Gordon nýtti tækifærið til að tvöfalda forystuna.

Tilraunir Arsenal til að minnka muninn voru ekki kraftmiklar og urðu lokatölur 2-0 á St. James' Park. Samanlagt 4-0 fyrir Newcastle sem mætir annað hvort Liverpool eða Tottenham í úrslitaleik deildabikarsins.
Athugasemdir
banner
banner